Dagur 188 ár 4 (dagur 1273, færzla nr. 581):
Örlagadagurinn. Það er einhver krappý þáttur á stöð 2, þar sem fólk er beðið um að muna eftir einhverjum degi, þegar fram fóru örlög. Svo ég fór að hugsa; var einhverntíma sá dagur þegar ekki fóru fram nein örlög? Eða er slíkt einusinni til?
"Örlög" byggja á fyrirfram ákveðnu plani, handriti einhverra skapanorna. Svo að það sé til ákveðinn örlagadagur bendir til að það séu nokkrir dagar þegar það er ekkert handrit, engin örlög. Nornirnar leyfa vit-lausu sjálfvirku kjötdúkkunum bara að ráfa um líkt og zombíum.
Hvað gerist þá? Nú, ef einhverjar nornir skapa einhver örlög, þá er ekkert pláss fyrir einhvern frjálsan vilja, er það? Þá væru kjötdúkkurnar ekkert vitlausar, og myndu gera sér sín eign "örlög". Allt sem fyrir þær kæmi væri allt þeim sjálfum að kenna.
Hvað varstu að þvælast úti á götu þegar bíllinn ók yfir þig? Var það þín eigin heimska, eða voru það ÖrLöG! Vúúúú!!! Það voru nornirnar, þær stýrðu þér út á götu um miðja nótt í svörtum fötum og létu þennan blessaða mann ekki sjá þig og stýma beint yfir þig. Vúúú!!! Örlög. Vúúúú!!!
Afhverju borðaðirðu hamborgara á fimmtudaginn? Af því þig langaði til þess? Eða voru það ... ÖRLÖG?
Vúúú. Spúkí.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli