mánudagur, nóvember 05, 2007

Dagur 255 ár 4 (dagur 1339, færzla nr. 609):

Frjálslyndir: hafa enn ekki gert nóg af sér til að ég viti nóg um þá til að tjá mig almennilega, og ekki nenni ég að fara yfir allt sem þeir segja, og að auki nennti ég ekki að lesa PDF skjalið þeirra.

Fann ekkert nema almennt snakk, innihaldslaust og leiðinlegt. Sem er svolítið fúlt.

1. Velferðarmál: Málefni aldraðra og öryrkja, heilbrigðismál og lífeyrissjóðir.

Frjálslyndi flokkurinn berst fyrir raunverulegri velferð. Í því felst að þeir sem þurfa á aðstoð að halda fái hana og búi við mannsæmandi kjör. Frjálslyndi flokkurinn berst fyrir hagsmunum aldraðra og hagsmunum þeirra, sem þurfa á aðstoð að halda og leggur ríka áherslu á að fólki sé hjálpað til sjálfshjálpar.


Andvarp. Þykjast ekki allir vera að stefna að þessu? Allir, undantekningalaust. Og svona heldur þetta áfram.

Frjálslyndi flokkurinn leggur áherslu á að félagslegt öryggi sé forsenda þess að fólk fái notið mannsæmandi lífs og njóti sín sem einstaklingar.

"Fái notið lífs og njóti sín sem einstaklingar". Einhver var að flýta sér.

Góð heilbrigðisþjónusta er mikilvægur þáttur velferðarkerfisins.

Uhm... og? Við vitum það,, eða réttara sagt, gerum ráð fyrir því.

Frjálslyndi flokkurinn mun beita sér fyrir að biðlistum á sjúkrahúsum verði útrýmt.

Biðlistum eftir hverju? Eða bara öllum? Hvernig?

Frjálslyndi flokkurinn vill að byggðar verði í stórauknum mæli íbúðir fyrir öryrkja ogn aldraða á næstu fjórum árum.

Þarnna er ritvilla.

Ég væri meira til í að fækka í báðum hópum, láta ellimennin vinna lengur og öryrkjana vinna eitthvað. Þetta hljómar afar dýrt. Látum Pétur B í þetta.

Frjálslyndi flokkurinn vill bæta sérstaklega hag barnmargra fjölskyldna.

Mitt fólk getur alveg samþykkt þetta. En spurningin er hvernig?

Frjálslyndi flokkurinn telur það eitt megin verkefni næstu ára að bæta þjóðvegakerfi landsins. Eftir að flutningar á sjó lögðust nánast af, hefur umferðarþungi um vegi landsins margfaldast. Margir vegakaflar á milli landshluta eru nú þannig á sig komnir, vegna aukins þunga og álags, að hættuástand hefur skapast.

En þeir toppa ekki vinstri græna, nei, þeir ætla sko að klára hringveginn! geri aðrir betur!

Frjálslyndi flokkurinn leggur áherslu á að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram sá umferðar- og öryggisþáttur sem þjóðin geti treyst á.

Já. En athugum að þetta segja þeir bara af því að þeir eru allir meira og minna frá Vestfjörðum.

Almennt nennuleysi hamlar frekari skýrzlugerð. Þeir segja svo mikið það sama, allir. Og allir eru svona ámóta vinstrisinnaðir. Jæja, þeir eru amk ekki Marx-Lenínistar eins og VG.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli