Dagur 271 ár 4 (dagur 1355, færzla nr. 618):
Mér skilst að á næsta ári eigi að fara að brugga öl í Eyjum.
Hvernig verður það? Röltir maður þá ekki bara beint í fabrikkuna og kaupir sér nokkrar flöskur? Eða, það sem er líklegra að gerist:
Bjórinn verður seldur byrgja í Reykjavík og fluttur þangað. Þaðan verði honum svo dreyft um landið, þar á meðal til Vestmannaeyja. Þar verði hann boðinn til sölu í Ríkinu.
Það hljómar einhvernvegin miklu Ríkislegra. Alveg fullt af óþarfa og tilgangslausum flutningum, með tilheyrandi kostnaði sem veldur náttúrlega bara verðbólgu.
Rétt? Við komumst að því. Ég veðja á seinni tilgátuna, þá flóknari. Þorir einhver að veðja á móti mér, eða eru allir jafn kaldhæðnir?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli