Dagur 252 ár 4 (dagur 1336, færzla nr. 607):
Ég ætla að hætta að níðast á samfylkingunni, enda er það níðingsháttur, lýkt og að gera grín að hommum og konum. Svo í staðinn ætla ég að potast í VG, sem er þá líkt og að hæðast að mongólýtum og dvergum:
(Fyrir þá sem ekki vita, er VG kommúnistaflokkur Íslands)
Atvinnumál
Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs haldinn í Reykjavík 23.–25. febrúar 2007 vísar til aðgerðaætlunar í byggðamálum og ályktana um málefni sjávarútvegs og landbúnaðar, fjármál sveitarfélaga og annað það sem segir í ályktunum fundarins um aðgerðir á sviði atvinnu- og byggðamála en leggur sérstaka áherslu á eftirfarandi atriði sem brýnustu þættina í aðgerðaáætlun í atvinnumálum komandi mánaða og ára á þessu sviði.
Ég skora á ykkur að reyna að segja þetta án þess að draga andann einhversstaðar í miðri setningu. Það eru meiri líkur á að einhver dama hringi til að inna eftir baknuddi og drykk en að það takist.
Svo er þetta: "vísar til aðgerðaætlunar í byggðamálum og ályktana um málefni XYZ og annað það sem segir í ályktunum fundarins um aðgerðir á sviði XYZ." Hnitmiðað, ekki satt?
1. Allar áherslur í atvinnumálum séu í samræmi við hugmyndafræði um sjálfbæra þróun.
Enginn veit í raun hvað meint er með sjálfbærri þróun. Öll þrúun sem er ekki á vegum ríkisins? Sú þróun er borin uppi af skattgreiðendum.
2. Fjölbreytni verði ætíð höfð að leiðarljósi í allri stefnumótun og þróunarvinnu á sviði atvinnumála.
Þróunarvinna á sviði atvinnumála? Æi, fleygðu þér í sundlaug eða eitthvað.
3. Aukinn kraftur verði lagður í nýsköpun og stuðning við tækni- og þekkingargreinar og hlúð verði sérstaklega að nýjum fyrirtækjum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum í uppbyggingu.
Ég er ekki viss um að þeir viti hvað meðalstórt fyrirtæki er. ÚV er frekar lítið fyrirtæki, til dæmis. Bæjarins bestu er míkrófyrirtæki. Hvað ætla þeir að gera?
4. Sérstök áhersla verði lögð á greinar sem tengjast umhverfistækni, þ.m.t. sjálfbærri þróun í orkumálum, hvers kyns endurvinnslu og endurnýtingu. Horfum til nýrra möguleika og tækifæra á þessu sviði.
Umhverfistækni? Garðsláttur þá? Eða laxveiði? Svo fara þeir að ræða um orkumál... sem er algebra, held ég. Og Kalkúlus. Og um rusl.
5. Vaxtarmöguleikar innan hefðbundinna atvinnugreina verði nýttir markvisst.
Það er ekki í verkahring ríkisins.
Einnig verði efld hvers kyns úrvinnsla og fullvinnsla afurða, þjónustuiðnaður og afleidd umsvif sem þessum greinum geta tengst á landsbyggðinni og stuðlað að því með margvíslegum hætti að virðisauki út frá höfuðatvinnugreinum landsbyggðarinnar falli til þar.
Ekki þetta heldur. Það eina sem þeir geta gert er að minnka skattpíninguna og einfalda kerfið. Þeir gætu til dæmis ráðið Pétur Blöndal.
6. Gripið verði til markvissra aðgerða og skilyrði til atvinnurekstrar jöfnuð í landinu með sérstakri áherslu á það sem snýr að landsbyggðinni, s.s. jöfnun flutningskostnaðar, orkuverðs, möguleika í fjarskiptum o.s.frv.
Fyrst munu þeir grípa til markvissra aðgerða. Til hvers? Veit ekki meir. Svo vilja þeir jafna skilyrði til atvinnurekstrar. Ég skynja vandamál.
7. Ferðaþjónusta og aðrar greinar sem tengjast náttúru, sögu, menningu og ímynd landsins verði sérstaklega styrktar og ferðaþjónustunni sé búin sú umgjörð í stjórnskipun og lögum sem henni ber sem mestu vaxtargrein íslensks atvinnulífs undanfarna áratugi.
Sem þýðir í stuttu máli að dótið ber sig ekki þó það hafi vaxið og þarf þess vegna ríkisstyrk. Eða hvað?
8. Hvers konar listsköpun, handverk og smáiðnaður verði efld og stutt við bakið á handverkshópum og einyrkjum með verkstæði eða annars konar starfsemi á því sviði.
Fær Sigga þá styrk?
9. Greinar sem byggja á náttúrulegum og lífrænum auðlindum verði efldar.
Náttúrulegar auðlindir = Virkjanirnar? Lífrænar auðlindir = Sjávarútvegurinn? Það er rökrétt.
10. Hugað verði sérstaklega að möguleikum Íslands á sviði vatns- og drykkjarvöruiðnaðar... blah bla bla.
Bjórverksmiðjan í Eyjum fellur undir það.
11. Með markvissum aðgerðum í efnahagsmálum og með því að innleiða stöðugleika verði hagstætt umhverfi til nýsköpunar og þróunar og til reksturs útflutnings- og samkeppnisgreina almennt tryggt.
Innleiðing stöðugleika, þótt það hljómi vel, er ekkert góð hugmynd. Hugsum okkur bát. Bátar eru allir frekar valtir, eða þartil þeir sökkva. Á hafsbotni eru þeir mjög stöðugir.
Stóriðjustopp og efnahagslegur stöðugleiki í kjölfarið eru, ásamt raunhæfu gengi á krónunni og lægri vöxtum, lykilatriði í þessu sambandi.
VG tilkynna okkur hér með að þeir vita ekkert um hvað þeir eru að tala:
Ef stóriðjan stöðvast, þá glatast mikil atvinna, og mikill útflutningur og mikið af pening. Lægri vextir munu valda meiri þenslu, sem er heldur ekki stöðugleiki, heldur vöxtur. Sem er ekki slæmt, þó sumir virðist halda annað.
Svo hvort er það? Þensla eða fjöldagjaldþrot? Jú, það eru fleiri möguleikar, en þeir virðast ekki taka neinum þeirra, heldur sýna mér þessa tvo, sem þeir hyggjast stefna að SAMTÍMIS!
12. Gerð verði sérstök framkvæmdaáætlun um stuðning við frumkvæði kvenna í atvinnumálum.
Hvað? Hvernig? Gefa þeim eina línu í hvora nös svo þær öðlist sjálfstraust langt umfram getu? Þvinga þær með ofbeldi? Þvinga aðra með ofbeldi til að áða þær?
Ég þakka fyrir að ekki nema 10-15% kjósenda styðja þennan flokk, á sama tíma skil ég ekki þessi 10-15% sem styðja þennan flokk. Þeir eru miklu vitlausari en SF.
Við hverju er svosem að búast af gaurunum sem vilja klára hringveginn innan 4 ára?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli