þriðjudagur, nóvember 13, 2007

Dagur 263 ár 4 (dagur 1347, færzla nr. 614):

Keyrði framhjá um daginn þar sem ekið hafði verið á einhvern. Svo kom sjúkraliðið, og götunni var lokað af. Það var einhver vel yfir miðjum aldri sem hafði ákveðið að rölta af stað yfir götuna án þess að líta til hægri eða vinstri, býst ég við.

Ég var ekkert að skifta mér af því. Ég hefði bara verið fyrir, enda mikið af mannskap þegar búinn að safnast þarna saman.

***

Í Kastljósinu var verið að ræða við einhvern barnanýðing. Hann sagði að af þeim sem settir eru í steininn komi fæstir kynferðisbrotamenn til baka. Rétt er. Nauðgarar brjóta yfirleitt aðeins einusinni af sér. Barnaperrar virðast hinsvegar halda uppi meðaltalinu.

Svo tók ég líka eftir að þessir pésar allir kunnu ekki að tala, ekki bófinn, ekki fréttamaðurinn, ekki faðir fórnarlambs. Eða ætti ég kannski að orða það svona, þessir menn, varðandi tungumálið, með hliðsjón af íslensku, voru ekki skiljanlegt gagnvart mig.

Hálfvitar, allt saman.

Talar fólk svona heima hjá sér?

"Förum í frí, varðandi útlönd!"
"Hitaðu ofninn, gagnvart kjúklingnum."

***

MBL fréttin:

Árekstur varð á ljósunum á mótum Þingvallastrætis og Mýrarvegar á Akureyri í kvöld.

Þetta gerðis allt ofaná ljósunum. Töff stönt. Skerast þessar tvær götur einhversstaðar annarsstaðar, þar sem eru ekki ljós?

Engin slys urðu á fólki en annar bílanna er að sögn sjónarvotta ónýtur.

Hmm... Þetta er 1994-1997 Corolla. Það kostar sennilega um eða yfir 100K að gera við þetta. Já, ég held að dagar þessa farartækis séu taldir. En ég er ekkert að reiða mig á sjónarvottana. Það gæti verið hvaða lið sem er. Gæti afskrifað bílinn fyrir eitt brotið ljós, án nánari athugunar.

Mikil hálka var í bænum í dag og þykir líklegt að hún hafi átt þátt í þessum árekstri.

En fjólublá setning. Læra blaðamenn sérstaklega að orða allt svona formlega, eða halda þeir bara að það eigi að skrifa svona?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli