þriðjudagur, nóvember 06, 2007

Dagur 256 ár 4 (dagur 1340, færzla nr. 610):

Sjálfstæðisflokkurinn, sá flokkur sem lengst er til hægri af öllum flokkum á landinu, en er samt vinstra megin við miðju.

Þar sem nenna mín hefur ekkert aukist, tökum við bara fyrir litla klausu um samgöngur:

Samgöngumál

Sjálfstæðisflokkurinn telur mikilvægt að nýta til hlítar nýja möguleika á fjármögnun samgöngumannvirkja, s.s. gjaldtöku og einkaframkvæmd.

Þetta er mjög ógnvekjandi klausa: eftir alla þá blóðmjólkun sem vegfarendur hafa þurft að sætta sig við síðan bílar komu til landsins, þá á að hleypa einhverjum einkaaðilum í að blóðmjólka aðeins meira. Frábært. Alveg frábært. Ekki ljúga því að mér að peningarnir séu ekki til, þegar bensínið kostar hundraðkalli meira en í USA.

Og annað: NR eitt á forgangslista ALLRA RÍKJA síðan á dögum Rómaveldis, er vegakerfið. Afhverju er ekki svo hér?

Sjálfstæðisflokkurinn telur að auka þurfi fjárveitingar til tengivega og setja í forgang framkvæmdir á þeim landsvæðum þar sem enn er ekið á malarvegum og einbreiðum brúm.

Hættið þessu bauli um einbreiðar brýr. þetta eru MJÓAR brýr. Ein breið brú... tvær breiðar brýr. Helv...

Sjálfstæðisflokkurinn telur mikilvægt að unnið verði samfellt að gerð jarðganga um landið með það að markmiði að stytta vegalengdir, rjúfa vetrareinangrun og tryggja öruggar heilsárssamgöngur.

Hvaða vesen var ég að heyra um daginn um Héðinsfjarðargöng?

Sjálfstæðisflokkurinn vill að haldið verði áfram við uppbyggingu ferðamannavega því kröfur aukast um gott og öruggt aðgengi að helstu náttúruperlum landsins.

Hvað er ferðamannavegur? Hver er munurinn á slíkum vegi og öðrum vegum?

Sjálfstæðisflokkurinn vill að skoðaðir verði möguleikar á uppbyggingu hálendisvega.Náttúruvernd skal höfð að leiðarljósi við slíkar framkvæmdir.

Náttúran til fjandans fari. Gerið bara átóbaninn.

Sjálfstæðisflokkurinn telur nauðsynlegt að fara í brýnar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu s.s. tvöföldun stofnbrauta og gerð stokka og mislægra gatnamóta svo auka megi afkastagetu innan svæðisins, tryggja öryggi vegfarenda sem best, bæta hljóðvist og loftgæði ásamt því að greiða fyrir umferð á helstu leiðum til og frá höfuðborginni.

Það þarf að rífa Reykjavík og byggja nýja. Hún er svo hrikalega illa skipulögð að það er ferlegt. Stofnbrautirnar eru allar misheppnaðar, ekki því þær eru mjóvar, heldur þær eru fáar. Umferð dreyfist ekki rétt um þær.

Að auki er löggan farin að taka upp á því að stöðva fólk úti á MIÐRI GÖTU og trufla þannig umferð. Lenti í tveimur svoleiðis áðan. Pirrandi. Þeir hefðu getað látið þá leggja út í kant, en nei, þetta skal sko fara fram úti á miðri helv. hraðbraut á háannatíma. Hvaða lið eru þeir eiginlega búnir að ráða í lögguna?

Sjálfstæðisflokkurinn vill að skoðaðar verði leiðir til að efla almenningssamgöngur í samstarfi við sveitarfélögin.

Reyndar treysti ég þeim fullkomlega til þess. Það eru áberandi fleyri í strætó eftir að námsmenn - eins og ég - fengu svona kort. Það var kominn tími til að sósíaldemókratíið stæði undir nafni. Nógu eru skattarnir háir.

Sér einhver kaldhæðnina í að kalla þetta hægri flokk?

Sjálfstæðisflokkurinn bindur vonir við að kaupskipum á íslenskri skipaskrá fjölgi með tilkomu nýrra laga sem tryggja kaupskipaútgerðum svipað skattaumhverfi og þekkist hjá frændþjóðum okkar á Norðurlöndum.

En grænhöfðaeyjar? Hvað með þær? Eru þær ekki með bertri reglur? Og panama? Hvað með að gera eins og þeir?

Sjálfstæðisflokkurinn telur að Reykjavíkurflugvöllur eigi áfram að gegna lykilhlutverki sem miðstöð innanlandsflugs. Mikilvægt er að hraða uppbyggingu samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll.

Þeir segja að völlurinn verði í vatnsmýrinni í óþarflega mörgum orðum.

Og loks þetta: Sjálfstæðisflokkurinn vill staðsetja sjúkra- og björgunarþyrlu á landsbyggðinni og bæta þar með bráðaþjónustu og sjúkraflutninga.

Tvennt: Flugvélar eru ódýrari.
Flugvélar eru hraðskreyðari.

Þeir eru amk ekki gegn varðandi neinu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli