sunnudagur, nóvember 18, 2007

Dagur 268 ár 4 (dagur 1352, færzla nr. 617):

Þegar ég lagði af stað hingað var Fitness keppnin í sjónvarpinu. Sá það kvenfólk sem tekur þátt í því. Sú með útstæðustu æðarnar á andlitinu vann. Auðvitað. Ég þori ekki að fara með það, en sú með sléttasta holdið hefur sennilega lent í neðsta sæti.



Þessi er greinilega ekki í fitness, enda sjást engar æðar á henni, né getum við stúderað vöðvabygginguna á henni náið án þess að nota hníf, held ég.

Sjáið líka þennan kaktus í bakgrunninum. Áttum svona kaktus einusinni. Svona kaktusar vaxa um metra á ári, að jafnaði, og þarf bara að vökva stundum - svona ef maður man.

Hvað um það. Mér varð hugsað til kellingarinnar í hídroxíkött auglýsingunni. Hún er nú ekki beint kynþokkafyllsta manneskja í heimi, hvorki fyrir né eftir. Herðarnar eru of breiðar miðað við mjaðmirnar. Sem þýðir að hún er aðeins of karlmannlega vaxin. Hún hefði sennilega átt að borða minna hídroxíkött og meiri snúð.

Hvað er svo fallegt við upphleyptar æðar? Og af hverju vill fólk endilega vera svona brúnt? Það baðar sig upp úr sósulit, og allt í einu er það álitið fallegast í heimi - af öllum nema mér.

Nei. Mér leið eins og ég væri að horfa á kjötborðið í Nóatúni. Allir þessir vöðvar, þessi sósubrúni litur, líkt og af leggjunum sem amma bauð mér uppá áðan. (Sósan var afar góð - meðan ég man - amma gerði smá mistök, hún opnaði bara pipardolluna og hellti öllu innihaldinu út í, svo úr varð all frábær sósa).

Þetta er ekki fallegt, en það er eitthvað mjög listaukandi við þetta. Nánast engin fita, bara hreint kjöt. Ætti að bráðna í munni. Með því þarf sósu. Rjóma eða rauðvíns? Ég held ekki að BBQ fari vel með þessu. Reyndar finnst mér BBQ ekki fara vel með neinu. Bragðast eins og aska. Ég er ekki hrifinn af ösku. Það má vera vel steikt, en fyrr má nú vera.

Hmm... lítur út eins og matur.

Kannski ég skjóti eina, og hafi í matinn fyrir einhverja föla dömu sem ég finn, einhversstaðar inni í dimmu herbergi. Þar hljóta þær að fela sig. Þarf að spyrja Illuga hvenær veiðitíminn á þessu liði er, ef einhver. Hugsa að þetta sé eins og selur. Veiðanlegt allt árið.

Hvaða rauðvín ætli fari vel með fitness manneskju?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli