laugardagur, nóvember 24, 2007

Dagur 274 ár 4 (dagur 1358, færzla nr. 619):

Þá er orðið bannað að vera með súlustaði í Borg Óttans.

Tilvitnun: "Fram kemur í umsögninni að sérfræðingar í kynferðisofbeldi hafi sýnt fram á að í skjóli nektardansstaða þrífist gjarnan vændi"

Jamm. Hvernig fá þeir út að það sé algilt?

Nú er það svo að í miðbænum er um hverja helgi stunduð slagsmál. Ég velti fyrir mér hvort ekki eru uppi um hugmyndir þess efnis að loka miðbænum um helgar til að sporna við því? Til að draga úr ofbeldi meina ég?

Svo er þetta blessaða internet. Á því þrífst hvers kyns starfsemi. Jafnvel klám og vændi. Ég hef skellt upp mynd af dömu að taka dansspor hér til hliðar máli mínu til stuðnings. Næsta skref er þá væntanlega að loka Internetinu? Eða hvað?

Og hvað með Dagblöðin? Það eru í þeim smáauglýsingar undir fyrirsögninni "einkamál." Ljóst er að þar er verið að auglýsa klám og vændi. Fullt af öðru sennilega líka, en það er vissulega klám og vændi þarna. Örugglega. Ég er ekki svo viss um nektardansstaðina, en Fréttablaðið er ég viss um.

Það er til langur listi yfir hluti og vetvanga sem eru notaðir til glæpaiðkunar. Í byggingarvöruverzlunum eru seld kúbein, sem eru the græjur til innbrota, í apótekum fæst ritalín, amfetamín og kontalgín, og í bíaumbodum fást bílar. Þeir eru á hverjum degi notaðir til 2000 umferðarlagabrota sem löggan veit aldrei af.

Öllum þessum stöðum þarf augljóslega að loka í þágu almannaheilla.

Önnur tilvitnun: "þrír borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá"

Hugleysingjar.



Tilvitnun 3: "Vísað er í greinargerð rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum við HÍ venga þessa"

Fréttamaður ætti að redda sér ritvilluleitarforriti. Venga?

Rannsóknarstofa í Kvenna & kynjafræðum? Af hverju töluðu þeir ekki bara við Sálarrannsóknafélagið, eða Hvítasunnusöfnuðinn? Eða hvað með Jólabæinn á Akureyri? Seiving Æsland liðið hefði líka getað gefið álit.

Ég fæ hausverk af þessu bulli.



Og þar hef ég sparað nokkrum smá panódil.

Ég ætti kannski að stofna svona rannsóknarstofu? "Rannsóknnarstofa í handahófskenndum myndum af nöktu kvenfólki uppi í tré." Ég gæti gefið álit á fullt af random ljósmyndum af nöktu kvenfólki uppi í tré.

Já, ég hef rætt við þessa feminista. Það var á stundum eins og þær væru að reyna að recruita mig í eitthvert költ, sem fékk mig alltaf tilað efast um það sem þær voru að segja.

"Er það ekki?" spurðu þær mig, og störðu á mig eins og krakki að sníkja nammi.



Ljúkum þessu með þessari dömu uppi í tré. Ég myndi stuðla að meiri klámvæðingu, en ég vil hafa myndskreytingarnar svolítið snyrtilegar hjá mér. Kvenfólk uppi í rté er alltaf svo merkilega settlegt. Annars dettur það niður, býst ég við.

Ég ætti að stuðla að vændi líka, en það er svo stutt síðan ég reyndi að pimpa Helga út. Kannski aftur eftir áramót. Pimpa út Bogga, það væri sniðugt. Kíki á það þá. Hvað ætli þær séu tilbúnar að borga fyrir hann? Hundrað kall? Fimm hundruð?

Hmm... kannski ef ég fer út í fjárkúgun: annað hvort taka þær Bogga fyrir 5000, eða ég fer heim til þeirra. Hafið samband, gerum samning.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli