Dagur 258 ár 4 (dagur 1342, færzla nr. 611):
280.
Stundum fæ ég póst frá talningagræjunni minni. Hún segir mér í nokkuð smáum atriðum hvaðan fólk kemur sem les síðuna. Flestir eru til dæmis frá Íslandi. Þó eru sumir frá framandi löndum. Einn flæktist til dæmis hingað frá Ulanbataar í Mongólíu.
En það segir svosem ekkert. Meira áhugavert er að sjá hvaða link fólk klikkar á sem ber það á akkúrat þessa síðu:
Google er sívinsælt. Mestan áhuga virðast menn hafa á Ford Torino. Það er alveg fínn bíll og allt það, en mikið finnst mér grunsamlega margir hafa áhuga á honum. Einn kom í gegnum gúgle eftir að hafa skrifað hinn dularfulla texta: vivarins reaction chimical.
Ég sagði þetta víst einhverntíma, án þess að koma alveg fyrir mig hvenær. Það var eitthvað í sambandi við kaffi, sem ég skrifaði stuttlega um fyrir 3 árum.
Frasinn: "hvernig á að búa til sprenguefni" færir þig líka hingað., eins og "krossgáta í fréttablaðinu" & "Ford módel T" eða "Panodil".
Jamm.
En lang flestir berast hingað af síðunum þeirra Bogga & Helga, vina Ketils. Kannski eru það þeir sjálfir, kannski erum við bara svona svipaðir?
Þori ekki að fara með það. En eins og er hef ég þann grun, byggðan á fáanlegum upplýsingum, að reglulegir lesendur séu á milli 10 - 15, og meðal lesandi er karlkyns íslendingur með allt of mikinn tíma.
Og meðan ég man:
Þar höfum við það.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli