Dagur 60:
Það er komið í tísku nú að smíða byggingar sem hafa ekki rétt horn, þ.e. 90°. það er mikið af þeim í Reykjavík, þær spretta hreinlega upp eins og gorkúlur. Af hverju?
Allar þessar byggingar eiga það sameiginlegt að vera þaktar einhverju sléttu efni í stórum ferköntuðum plötum, sumar eru að auki parketlagðar á veggjum, svo ég nefni sem dæmi hús íslenskrar erfðagreiningar; þetta stóra svarta í mýrinni, Og bygginguna sem reis þar sem var bílasala fyrir ekki tíu árum.
Margar af þessum byggingum eru svartar, eða dökkgrár á litinn, og allar mjög fráhrindandi í útliti. Mætti búast við því á hverri stundu að út úr Seðlabankanum hlypu hundruð Barnason Army (TM) kallar með hulin andlit til þess að herja á litla þorpið í dalnum, með strákofunum og letilegu beljunum, til að ná hetjunni og fara með hana í virki hins illa til pyntingar.
Já, seðlabankinn er fullkomið aðsetur hvers þess sem vill vera Illur Lénsherra.
það vantar bara stóran hnefa úr stáli þarna efst, og lookið væri fullkomnað.
Ekki er hús orkuveitunnar neitt vinalegra. Og þarna eru meira hallandi veggir en ég hélt að væri öruggt. Jafnvel Helgi Hó hefði ekki látið frá sér fara neitt í líkingu við þetta. Nei, hann hefði bráðnað af skömm, og við hefðum orðið að fjarlægja hann með svömpum og vatnsryksugum.
Ef ég væri milljarðamæringur, og vildi láta smíða fyrir mig stóra og mikla höll, þá myndi ég ekki smíða mér svona útlítandi kofa. Nei.
Parketið færi á gólfið hjá mér, fyrir það fyrsta, svo er ég hræddur um að ég myndi láta þá nota annan lit en gráan, eða svartan eða hvítan. Mér er alveg sama þó Völu Matt fynnist þetta allt tóna mjög vel saman, svona grátt og guggið. Reykjavík er alveg nógu grá fyrir.
Það er eins og allir arkitektar með góð sambönd séu að reyna að breyta pleisinu í stóra ótgáfu af settinu í Blade Runner. Brátt mun okkur bara vanta varanlega svarta skýjahulu, og nokkra fljúgandi bíla, og allt verður eins. Mikið djöfull held ég þeir verði ánægðir þá.
Lífgum upp á Reykjavík: spreyjum opinberar byggingar í flúorescent litum!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli