sunnudagur, maí 09, 2004

Dagur 66:

Hin ofsalega trúverðuga saga heldur áfram:

Þessi dimmu moldargöng voru töluvert beinni en hin tvö, og lágu niður á við. Ég gat mér þess til að ég væri fyrir löngu kominn niður í bergrunninn, en veggirnir voru enn tyrfðir. Það var ekki fyrr en ég kom neðst í göngun, að hurð sem þar var, að eitthvað sást í bergið.

Hurðin var stór og útskorin með einhverju blómamynstri, felld inn í berg. Ég velti fyrir mér hvort ég ætti að banka eða bara ryðjast inn. Ef ég bankaði, þá vekti ég óþarfa athygli á mér, en ef ég ryddist inn, þá gæti ég átt von á að vera eltur um eins og ótýndur innbrotsþjófur.

Ég áhvað að kíkja fyrst inn um bréfalúguna til að sannfæra mig um að enginn væri á ferli hinumegin. Það var enginn, svo ég opnaði dyrnar og gekk inn. Fréttablaðið lá á gólfinu. Þegar ég lokaði dyrunu setti ég það aftur þar sem það hafði líklegast verið, til að vekja ekki grunsemdir.

Nú var ég kominn inn í stórt hvolf, höggvið úr bergrunninum mörgum metrum undir Reykjavík. Svo langt niðri, reyndar, að umferðarniðurinn heyrðist varla. Staðurinn var raflýstur, og það voru þarna einhverjir kofar dreyfðir um, og í þeim voru ljós. Ég ákvað að kíkja inn í einn kofann, og skoða hvað færi þar fram.

Ég valdi mér nálægan kofa, þaðan sem bárust blikkandi ljós, og leið varfærnislega inn um gluggann:

Þar inni sátu tvær mannverur, og voru að horfa á "leiðarljós" í sjónvarpinu. Ég kíkti inn í annan kofa, og þar voru aðrar tvær mannverur að horfa á leiðarljós. Þetta útskýrði afhverju enginn var á ferli: allir voru að horfa á sápuóperur nema þeir sem búa til rafmagnið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli