mánudagur, maí 31, 2004

Dagur 89:

Var úti. Það er verið að bræða eitthvað. Og nú verkjar mig í lungun. Afar óþægilegt. Gæti þetta verið eiturgas sem lá yfir bænum? Hver veit... Ekki gott.

Þarf að halda mig innandyra þegar það er verið að bræða sé ég. Nema ég sé kominn með pest. Kannski berkla. Sé til með það í vikunni.

Nema auðvitað Hannes hafi smitað mig af þessu sem hann var með. helvítis kvikindið af honum. Hvað eru menn að mæta í vinnuna fársjúkir af kvefi?

Já, hvað var ég að gera í vinnu þarna í fyrra, fársjúkur af flensu og beinverkjum og látum... Þegar ég hugsa til þess, þá stóð ég varla í fæturna, en mætti samt.

En nú... nú verkjar mig þegar ég anda.

Ef ég hósta blóði, þá eru það berklar, annars eitthvað annað.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli