Dagur 69:
Suma daga, fer maður að pæla, hvað eru menn að gera sem eru á þingi. Ég er að spökulera hvort það sé ganja í teinu hjá þeim eða eitthvað. Ég var að glápa á þetta í gær, og það var þarna náungi, sem talaði hægt. Orð fyrir orð, eitt orð í einu, skýrt, og sekúnda á milli. Entist ekki til að glápa á það.
Fjölmiðlafrumvarpið... Urg. Maður fær næstum grænar bólur af að heyra um það. Það er í öllum fjölmiðlum, alltaf. En ég get ekki neitað því að það er ansi merkilegt. Fyrir utan að það brýtur stjórnarskrá á nokkrum stöðum, þá kemur það úr óvæntri átt: frá sjálfstæðisflokknum.
Sem er athyglisvert. Ég hélt að þeir væru til hægri. Svo virðist ekki vera. Þeir eru til vinstri núna. Ég hélt að í cut-throat bisness væru fyrirtækin að cutta hvert annað. Ríkið kæmi þar hvergi nærri. En við gerum hlutina víst öðruvísi hér á Íslandi.
Kannski á að taka Norðurljós niður eins og var gert við Hafskip á sínum tíma.
það allra bezta við þetta allt, er að í þessu máli er gjörsamlega ómögulegt fyrir fjölmiðla að vera óhlutdrægir. Ekki það að fjölmiðlar séu neitt sérlega óhlutdrægir svona yfirleitt.
Á móti á að leyfa 18 ára að kaupa bjór, með flóknum og undarlegum reglum. Það getur aldrei verið einfalt: þú ert bara 18 ára, þú ert bara fullorðinn og mátt alveg rústa meltingarfærunum ef þú endilega vilt. Nei. Það þarf að vera flókið. Þegar þú ert 18, þá máttu kaupa bjór, en bara á föstudögum, og þú mátt ekki kaupa 4xvodka í ís, en þú mátt fá þér kampavín, en bara eftir klukkan 16:00, eða á fimmtudögum á fullu tungli. Þegar þú verður 20, þá máttu kaupa vodka, en bara í Ríkinu eða á barnum, og þá á uppsprengdu verði í báðum tilvikum.
Við ættum að ganga í USA. Að vísu þyrftu krakkar að bíða þartil þeir yrðu 21 til að verzla áfengi, en þeir gætu gert það í hagkaupum eða í drive through liquor, eða hjá kaupmanninum á horninu.
Svo er að verða dýrara og dýrara að taka bílpróf. Má ég benda á hver það er oftast sem borgar það: foreldrar. Allt í lagi, foreldrar og verðandi foreldrar: hvernig lýst ykkur á það?
Ó, við tökum bara lán! Svara sumir. Á 4.5% vöxtum í fjögur ár, vísa debit rað. Skuldum við ekki nóg? En hvað er ég að segja? Ég á í Íslandsbanka. Og Landsbankanum, og hinu, og þessu... Svo, takið lán, fíflin ykkar.
Og nú kostar það 70.000 kall að taka byssuleyfi. Það á að breyta þessu í elítusport. Af hverju? Ja... ef sjálfstæðismenn hafa allt í einu breyst í Marxista... það er þarna jólasveinn á þingi sem vill her... Hvað gera kommúnistar við heri? Nú, þeir kæfa uppreisnir, auðvitað. Og ef aðeins elítan er með byssur, þá er enginn til að skjóta á móti.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli