þriðjudagur, maí 04, 2004

Dagur 61:

2 mánuðir. Að ég skuli nenna þessu... reyndar sýnist mér ég hafi nú ekki of oft nennt þessu. Svo hef ég ekki alltaf verið við. Hlaðan er heldur ekkert alltaf opin. O-jæja.

Þá er komið að því aftur: athyglisverðir linkar sem ég nenni ekki að setja til hliðar því ég vil ekki enda eins og Boggi: veggur skammar! Lesið, finnist þið vera gáfaðri en þið eruð! Og Murphy. Hann er úrillur, hann er pirraður, hann var í Nam... nei, í Persaflóanum.

Engar myndir. Þær eru til bölvaðra trafala. Sé að þeim hefur fjölgað á árgangssíðunni. Ég lét ekki taka mikið af myndum af mér. Sem er gott. Mér sýnist nefnilega að mörg ykkar hafi litið skár út fyrir 10 árum eða svo. Þessvegna held ég að það sé best að fólk muni sem minnst eftir mér hvernig ég var þá, og haldi bara að ég hafi alltaf litið svona út eins og ég geri. Borðandi roastbeef og horfandi á TV.

Sem minnir mig á það... það er til reykt svínakjöt heima.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli