Dagur 62:
Ég var að komast að því, að heimasíðan mín, Þ.E bloggið, er einugis 36% evil.
Það var nú ágætt. Og hvernig fæ ég það út? Jú, ég notaðist við þetta: hve Evil er þín heimasíða mælirinn!
Til samanburðar er Helgi Forseti 40% evil, Boggi er 3% evil, Þóranna er 54% evil og Haukur frændi er 6% evil.
Já. Þýðir þetta að við eigum að vara okkur á Þórönnu? Kannski er Boggi einskonar helgur maður, ekki meira vondur en þetta? Við skulum kanna þetta frekar: ég setti inn "In the court of the dragon" eftir Robert Chambers, og það kom út 67% evil.
Sem þýðir að Chambers er meira Evil en Þóranna.
"Whisperer in the Darkness" eftir Lovecraft er einungis 29% evil, Mushasi er 7% evil, "1984" eftir Orwell er 59% evil og "Negotium Perambulans" eftir E.M.Benson er 44% evil.
Schlock Mercenary er 60% evil, JPFO er 18% evil og AK 101 er 34% evil.
Það eru linkar inn á þetta allt hér til hliðar ef þið hafið áhuga.
Af forvitni áhvað ég að tékka hver er með mest Evil linkinn: Þóranna linkar inná Ingibjörgu Guðlaugu, sem er 44% evil, og árgangsmótið sem er 37% evil. Vinir Ketils bónda, sem Helgi linkar inná, eru aðeins 9% evil, á meðan Boggi linkar inn á Animu, sem er 38% evil. Haukur frændi á metið, en hann linkar inná Blogg Hartmanns litla, en á það hefir Ásgerður verið að skrifa, en hún er 54% evil.
Sem þýðir, að ég get þó huggað mig við það að hafa mest evil linkinn, 67%, í gegnum "King in yellow" eftir Robert W. Chambers. Gott stöff það.
Evil evil...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli