mánudagur, maí 10, 2004

Dagur 67:

Amma fékk bréf frá grænfriðungum áðan. Þeir hóta að koma ekki til landsins ef við veiðum hvali. Hmm. Við getum veitt hvali, eða fengið alla grænfriðunga í heimsókn... hvort viljiði heldur: grænfriðunga eða hvali?

Grænfriðungar?
Hvalir?

Grænfriðungar?
Hvalir?

Grænfriðungar?
Hvalir?

Er ekki svarið augljóst? Hvalir smakkast betur, er það ekki? Þetta segi ég að vísu bara því ég hef aldrei smakkað grænfriðung. Gæti verið líkur hrefnu, ef hann er matreiddur rétt.

Hvernig matreiðir maður annars grænfriðung? Steikir maður hann á pönnu þar til hann er brúnaður báðumegin, setur hann svo inn í ofn í korter-tuttugu, og ber hann fram með hrísgrjónum og soyasósu? Eða sker maður hann í litla bita, steikir smá, og sýður í gúllas? Eða reykir maður... Hmm. Svo margar spurningar.

Nei, við skulum halda okkur við hvalinn. Verst hvað þeir smurðu mikið á verðið. Þetta á ekki að þurfa að kosta svo mikið. 400 kall á kílóið, eins og þetta norska. (Það var það sem ég borgaði fyrir það.)

matur...

Hin mjög svo trúverðuga saga heldur kannski áfram á morgun.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli