sunnudagur, febrúar 05, 2006

Dagur 334 ár 2 (dagur 699, færzla nr. 364):

Hér heldur hið einstaklega gáfulega og raunsæa leikrit okkar áfram:

Fótur er hugarástand, annar þáttur:

2:

Fura kemur inn í stofu. Þar liggur Höskuldur í leisíboj stólnum sínum og hreyfir sig ekki.

Fura: Ó nei! Höskuldur er dauður!

Fura flýtir sér að hringja í lögregluna.

***

Lögreglumennirnir Hallur og Bjarni eru úti að aka:

Hallur: Bjarni, ég var að velta fyrir mér, af hverju eru bóksalar kallaðir bóksalar en ekki bókasalar?
Bjarni: hvað meinarðu?
Hallur: nú, ekki köllum við bílasala bílsala, er það? Eða fasteignasala fasteignsala?
Bjarni: við tölum heldur ekki um dópasala eða sprúttasala. Hvað meinarðu?
Hallur: sko, það eru bækur um bækur frá bókum til bóka, og bílar um bíla frá bílum til bíla, og við tölum um bílasala, með ai, en bóksala með engu ai. Hvert fók auka aið?
Bjarni: þegiðu Hallur.

Það glymur í talstöðinni:

Talstöð: útkall vegna dularfulls dauðsfalls í Fimbulmörk 7. Bíll 22, getið þið tekið það?

Bjarni: bíll 22 hér, við förum á vetvang.

Skömmu seinna renna Hallur og Bjarni í hlað. Þar stendur Fura haldandi á hundi. Þegar þeir nálgast hana miðar hún hundinum á þá:

Fura: sjáðu mennina koma? Þetta er löggan. Já. Sjáðu lögguna.
Hallur: sæl, ég heiti Hallur Ísfjörð, þetta er Bjarni Krummesteð. Þú ert?
Fura: Fura Ösp Hallormstedeskøg.

Bjarni ritar það hjá sér.

Hallur: hvar er líkið segirðu?

Fura bendir þeim að koma með sér inn, mikið niðri fyrir og faðmar hundinn að sér. Hún leiðir þá inn í stofu og bendir á Höskuld.

Fura: hann er hér.

Hallur nálgast Höskuld, leggur fingur á háls hans til að athuga púlsinn. Við það vaknar Höskuldur, og verður hann afar undrandi þegar hann sér Hall og Bjarna.

Höskuldur: hverjir eru þið og hvað eruð þið að gera? Afhverju ert þú að pota í mig?
Hallur (við Bjarna): hann er ekki dauður.
Fura: hann er lifandi! Það getur ekki verið!
Bjarni: Þá er málið leyst, líkið er ekki dautt. Förum.
Fura: en hann leit út fyrir að vera dauður! Þetta er svo niðurlægjandi! Mér finnst eins og mér hafi verið nauðgað!
Bjarni: nauðgað? Hver nauðgaði þér?
Fura: ha? Já! Höskuldur gerði það, með því að vera ekki dauður.
Bjarni: aha! Glæpur hefur átt sér stað! Höskuldur, þú ert hér með handtekinn fyrir nauðgun.
Höskuldur: ha? Gerði ég hvað? Hvenar?
Bjarni: þú verður að fara með okkur niður á stöð svo við getum yfirheyrt þig.
Höskuldur: en ég hef ekki gert neitt.
Bjarni: jú, hún Fura hér hefur sakað þig um nauðgun.
Höskuldur: en ég hef aldrei nauðgað henni.
Bjarni: en nauðgun er glæpur.
Höskuldur: en ég hef ekki gert neitt!
Bjarni: ertu ekki sámmála mér því að nauðgun sé glæpur?
Höskuldur: jú, vissulega er nauðgun viðurstyggilegur glæpur.
Bjarni: og finnst ér ekki að við nauðgunum verði að vera hörð viðurlög?
Höskuldur: vissulega, öllum nauðgurum ætti að refsa harðlega.
Bjarni: þarna sérðu. Við verðum að handtaka þig svo hægt sé að refsa þér harðlega fyrir nauðgun.
Höskuldur: en ég hef ekki gert neitt af mér!
Bjarni: Þú hefur verið sakaður um nauðgun, og nú máttu ef guð leyfir dúsa í fangelsi í mörg ár.
Höskuldur: nei!
Fura: deyr hann?

***

Máni og viðhaldið hans Mjöll eru úti á lífinu, á leið upp Laugarveginn:

Mjöll: förum hérna inn.
Máni: ókey.

Þau fara inn á Wunder-barinn. Skömmu seinna koma þau út aftur. Þau ganga svolitla stund.

Mjöll: förum hérna inn.
Máni: allt í lagi.

Þau fara inn á Lú-barinn. Skömmu seinna koma þau út aftur, og sér þá lítillega á þeim. Þau ganga smá spöl. Þau eru fyrir framan Kró-barinn:

Mjöll: förum hér inn.
Máni: eigum við ekki að fara að týgja okkur heim?
Mjöll: hvað?
Máni: við erum búin að fara á nógu marga bari í kvöld, er þetta ekki nóg?
Mjöll: Oh, þú gerir aldrei neitt sem ég vil. Við förum aldrei neitt saman, aldrei út á lífið, aldrei út að borða, við göngum ekki einusinni upp Laugarveginn saman. Skammastu þín svona fyrir mig?
Máni: erum við ekki á Laugarveginum núna?
Mjöll: Þú ert svo vanþroskaður! Komdu með mér einhvert út, og vertu með mér.
Máni: ókey, hér inn?
Mjöll: ó, þú ert svo mikil elska!

Þau fara inn á Kró-barinn. Þau panta drykki, og eru hálfnuð með sitt hvort glasið þegar síminn hans Mána hringir:

Máni: Máni Snær hér. – Já, ég er lögmaður. – Aha. – þú veist að nauðgun er glæpur? – Já, ég get tekið málið að mér. – Hmm. – á morgun. – Alveg rándýrt. – Allt í fína. Bless.
Mjöll: hver var þetta?
Máni: nýr skjólstæðingur.
Mjöll: oh! Loksins þegar við erum úti á rómantísku fylleríi þá hringir einhver hálfviti! Þú verður að fá þér annað starf.
Máni: en það er svo hip og kúl að vera fær lögfræðingur.
Mjöll: það er miklu meira hip og kúl að vera hönnuður, eða fasteignasali.

***

Kolbrún Lind og Sunna Sól eru á leið út á lífið. Þær koma sér í sparigallann og hringja í leigubíl. Á meðan er Tumi inni í eldhúsi keflaður og bundinn við stól.

Sunna: leigubíllinn er kominn.
Kolbrún: aha.

Sunna opnar dyrnar.

Kolbrún: bíddu.
Sunna: hvað?
Kolbrún: við getum ekki bara skilið hann eftir.

Þær leysa Tuma, og taka úr honum keflið.

Tumi: Morðingjar!
Kolbrún: þegiðu eða þú færð ekki að fara með okkur.
Tumi: hvert eruði að fara?
Kolbrún: við erum að fara út að borða. Þú átt að vera góður á meðan.

Þær fara með Tuma með sér út í bíl, á meðan ólgar Tumi allur.

***

Kolbrún og Sunna og Tumi sitja við borð á afar fínum veitingastað. Tumi er tekinn að hristast illilega og froðufella. Þjónn kemur að borðinu þeirra og spyr:

Þjónn: eru dömurnar tilbúnar að panta?
Kolbrún: já...
Tumi: Ég vill fá ostaköku!
Kolbrún: vertu stilltur Tumi.
Tumi: Ég vill fá snúð!
Kolbrún: Tumi minn...
Tumi: Ég vill! Ég vill! Ég vill!

Tumi lemur borðið svo fast að allt það sem þar er ofaná tekst á loft.

Kolbrún: Tumi, þetta er fínn veitingastaður...
Tumi: mér er alveg sama. Ég vill nammi!
Kolbrún: það er ekki til nammi.
Tumi: Ekkert nammi?

Tumi ælir yfir borðið.

Sunna: Oj! Þetta er ógeðslegt!
Kolbrún: er þín æla eitthvað geðslegri?
Sunna: Hvað meinarðu?
Kolbrún: ekki hef ég séð að þín æla sé eitthvað geðslegri en hans æla.
Sunna: hvað kemur það málinu við?
Kolbrún: Láttu mig sjá. Ældu á borðið.
Sunna: ég ætla ekkert að fara að æla á borðið! Það er ógeðslegt!
Kolbrún: ertu að segja að barnið mitt sé illa upp alið? Mér þætti gaman að sjá þig reyna að ala upp barn!

Hausinn á Tuma snýst 360 gráður, á meðan stendur kekkjótt spýjan út út honum, yfir Kolbrúnu og Sunnu og lítillega á þjóninn.

Kolbrún: Tumi, þetta er nóg.
Sunna: Þetta er nýr kjóll!

Tumi snýr sér að Sunnu og ælir framaní hana.

Sunna: Mamma!
Kolbrún: þú hefur móðgað mig og barnið mitt í síðasta sinn!

Kolbrún tekur hníf og rekur hann á kaf í Sunnu. Blóð sprautast af miklu afli framaní Kolbrúnu. Tumi ælir meira.

Lok annars þáttar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli