þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Dagur 343 ár 2 (dagur 708, færzla nr. 369):



Þar sem það er Valentínusardagur...

Þetta er mynd af 1928 Thompson, caliber .45 (11.37 mm - 230 grain) með 50 skota magasíni. Þetta tæki getur skotið 800 kúlum á mínútu, þ.e.a.s tæmt magasínið á um 4 sekúndum, gefið að notað sé 50 skota magasín. Til eru 100 skota, en lang algengust eru 30 skota magasínin sem herinn notaði. Þau eru líka líklegust til að virka rétt.

Byssan samanstendur af 38 einstökum hlutum, allt með talið, og er hægt að taka hana alveg í sundur með höndunum. Prótótýpan samanstóð af aðeins 11 pörtum.

Lögreglan í New York var fyrst til að taka þessa hólka í notkun, en svo tók herinn uppá að beita þeim. Ekki er vitað til þess að glæpamenn hafi í miklum mæli notað þessi vopn, nema þá helst í kvikmyndum, þó er vitað að John Dillinger átti eina - sem hann stal af löggu.

Það var viljandi gerð mjög erfitt fyrir fólk að verða sér úti um vopn af þessari gerð frá upphafi. Samt sem áður áttu glæpamenn ekki í neinum vandræðum með að plaffa á hvorn annan. Bonnie og Clyde til dæmis, rændu oft Browning rifflum af hinum og þessum - her, lögreglu osfrv. Það eru miklu öflugri vopn.

En hvað um það.

Anno domini 1929 lét Al Capone drepa nokkra menn úr gengi óvinar síns, Bugs Moran. Hugmyndin var að kála Moran, en hann mætti ekki í eigin morðtilræði, og því fór sem fór.

Og til þess að drepa þá sem þó mættu, notuðu morðingjarnir vélbyssur: Thompson.

Sjónarvottar segja að þeir hafi mætt í lögreglubíl, og verið í lögreglubúningum. Þeir voru líka með vélbyssur. Förum nú aðeins yfir þetta:

Aðeins örfáir bófar komu nokkurntíma höndum yfir slík tæki. Jafnvel menn eins og 'Machine Gun' Jack McGurn notuðu ekki slík tól, þó vissulega hljómi "machine gun" meira ógnandi en "pistol". Það er líka miklu auðveldara fyrir löggur að mæta á löggubíl, íklæddir löggubúningum.

Al Capone var á sínum tíma einn ríkasti maður í landinu. Ég held hann hefði alveg geta borgað nokkrum löggum til að taka þetta að sér. Sem myndi skýra af hverju málið upplýstist aldrei.

Það er einföld útskýring. Einföldu skýringarnar eru oftast réttar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli