laugardagur, febrúar 11, 2006

Dagur 340 ár 2 (dagur 705, færzla nr. 367):

Nöfn á Íslandi eru að verða undarlegri og undarlegri. Þetta verð ég var við í vinnunni.

Ég sá á listanum götunafnið "Árkvörn". Mér finnst það allt hið undarlegasta. Það samanstendur af einhverju náttúrufyrirbæri, Á, annars vegar, og eldhúsáhaldi hinsvegar, eða kvörn.

Sem er skárra en götunafnið "Þúsöld", sem samanstendur af einhverju sem er ekki orð annars vegar, og einhverju random orði hinsvegar. Ég meina, hvað er "þús?" Eða "Söld?" Ég veit ekki hvað það þýðir. Hitt er ljóst að um gæti verið að ræða orðið "Þú", eða "öld". Hitt er bara einhverjir stafir í einhverri röð.

Við skulum skoða möguleikana sem felast í þessum nafngiftum:

Nú væri til dæmis í framtíðinni hægt að búa við götu sem heitir: "Fosshrærivél", eða "Hveravöfflujárn."

Á hinn bóginn gæti næsta gata verið kölluð "Ykkursmuf" eða "Garfþið".

Athyglisvert.

Svo heyrði ég í fréttum í gær að mannanafnanefnd (sama fólkið og vill helst ekki að bróðir minn heiti Virgill) ætlar að leyfa nöfnin Appelsína, en bara ef það er á spænsku, og Bill, sem er stytting á William, en ekki Michael með c-i.

Athyglisvert.

Má maður þá nefna afkvæmi sín nöfnum sem eru orð á spænsku? Hvað með þá nöfn eins og "Queso" (Ostur), "Plátano" (Banani), eða "Pepino" (Gúrka)?

Eins styttingar á engilsaxneskum nöfnum, td: Fred, Bob, Joe eða eitthvað því um líkt.

Ég veit enn ekki um neinn sem heitir Nonni. Það bara hlýtur að vera leyft. Þeir væru ekki samkvæmir sjálfum sér öðruvísi.

Jæja, ég þarf að fara að lemja bílinn minn með hamri. Og spila í lottóinu. Ef ég vinn eitthvað mikið þá gef ég Reyni bílinn og kaupi eitthvað nýrra.

This site is certified 68% GOOD by the Gematriculator

Engin ummæli:

Skrifa ummæli