mánudagur, febrúar 27, 2006

Dagur 356 ár 2 (dagur 721, færzla nr. 374):

Hvað segja blöðin í dag?

DV segir að litháíska mafían sé að ná fótfestu á íslandi. Ég vissi ekki að þeir væru með menn í framboði. Hver ætli sé listabókstafurinn?

mbl.is færir okkur lista yfir bestu einræðisherrana.



Hvað er svo með þessa friðarsúlu? 30 milljónir, segja þeir að hún muni kosta, sem þýðir að hún mun kosta þetta á bilinu 60-90 milljónir. Afhverju gefa þeir mér ekki bara peningana. Mig veitir ekki af þeim.

Annar kostur væri að nota aurinn til að mála Hallgrímskirkju í öryggislit: flúorescent appelsínugula. Það væri mjög athyglisvert.

Eða ráða einhvern í borgarstjórn sem veit hvað hann er að gera. Ég veit það er fjarstæðukennd hugmynd, en maður lætur sig nú stundum dreyma. Ekki það að síðustu tveir borgarstjórarnir hafi einusinni verið kosnir. Við lifum ekki einusinni í lýðræðisríki, þið vitið.

En hvað um það: á okkar fagra landi getur verið að sé torveldasta vegakerfið að aka um, en vi eigum enn nokkuð í land með að vera með undarlegustu götuheitin. Nema að sjálfsögðu Þúsöld, og hvað sem það hét, graskvörn eða eitthvað svoleiðis.

Já, og meðan ég man...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli