miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Dagur 351 ár 2 (dagur 716, færzla nr. 372):

Fyrr í mánuðinum datt mér í hug að hefja viðskifti á Wall Street... og einhverjum fleiri stöðum, svona til að prufa.

Til þess þurfti ég að eignast reikning í dollurum. Svo ég gerði það. Það er hægt yfir netið. Setti inn á það eitthvað af aurum og keypti hlut í nokkrum - þ.e. 2 framandi fyrirtækjum.

Svo hækkuðu blessuð fyrirtækin mín í verði, um svona 10%. Gaman. Svo féll krónan. Þá hækkaði virði peninganna sem urðu eftir á dollarareikningnum. Meira gaman.

Á móti lækkuðu þau fjölmörgu íslensku fyrirtæki sem ég á í eitthvað, svo það vegur upp á móti. Ekki það mikið samt. Ég man til þess að þau hafi lækkað meira. Ég þarf að fara að selja þau. Til að eiga pening. Fá mér skuldabréf eða eitthvað.

Mig vantar enn svona, hvað eigum við að segja, 30 milljónir til að lifa af.

30.000.000, venjulegir bankavexir eru um 4%. Í banka gæfi það af sér 1.2 milljónir á ári, eða 100.000 á mánuði. Gæti vel búið í eyjum fyrir þann pening býst ég við.

Það er miklu meiri peningur en ég á. Lottóið er á eftir...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli