fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Dagur 245 ár 3 (dagur 975, færzla nr. 477):

Það hringdi í mig í gær einhver aðili sem var að sníkja 5 sætið í einhverjum lista. hvað er eiginlega með það? Afhverju er ætlast til þess af okkur að við röðum þessu pakki inná lista eins og er forystusauðunum þóknanlegt?

Ég vil ekkert einhverja "paint by numbers" lista! grámenn, alltsaman.

***

Var að fylgjast með umræðunni sem spannst vegna þess að Frjálslyndir vilja ræða aðeins um alla þessa útlendinga sem við erum að fá til okkar. Þetta flæðir útum alla fjölmiðla núna. En mest þótti mér merkilegt hvar fordómalausasta umfjöllunin fór fram: Á Radíó-X!

Hvernig stendur á því að einu óvilhöllu aðilarnir í þessu máli eru einhver alternative-rock útvarpsstöð?

***

Ég var að hugsa, þegar Leynilega ríkislögreglan... ég meina greiningardeildin er búin að skandalisera alvarlega með sínar frjálsu valdheimildir (ég giska á að það líði ekki ár áður en grunur fellur á þá), verður þá hægt að leggja það batterí niður? Er það ekki komið til að vera, líkt og Lifrarbólga?

Ég held ekki.

***

Spádómur:

Niðurstöður komandi kosninga eftir sex mánuði verða svona:

D: 40%
B: 10%
S: 25%
F: 10%
VG: 10%
auðir og ógildir: 5%

Skekkjumörk þessarar spár eru svona 3-5% til eða frá.

Þetta fer svona, sama hvað þeir segja. Þó allir í D verði uppvísir af peningaþvotti, allir í S stundi barnaníð og allir VG séu brennuvargar, þá fá þeir samt svona mikið fylgi.

Vegna þess að þið eruð öll rollur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli