laugardagur, nóvember 11, 2006

Dagur 247 ár 3 (dagur 977, færzla nr. 479):

Áhugavert: Um hættur þess að hita hlaupið of mikið.

Lítill steingerður Beavis finnst í Chile.

Lítið test sem segir hvar þú stendur í pólitík.



Svona kem ég út úr því. Þá skulum við skoða hve mikla samleið ég á með þessum ferlegu flokkum sem eru að bjóða sig fram í kosningum eftir hálft ár. Gerum það með því að renna yfir hvernig D, B, F, VG & S kæmu út, miðað við hvað ég hef heyrt þá segja og séð þá gera, og setja það inn í þetta test:



Sjálfstæðisflokkurinn er staðsettur cirka þarna. Þeir virðast á báðum áttum með hvort það á að styrkja innlend fyrirtæki, SUS vill lögleiða eiturlyf, flokkurinn ekki, þeir vilja hafa velferðarkerfi, en styrkja það ekki of mikið... þetta virðist koma nokkurnvegin rétt út.



Samfylkingin er á svipuðum slóðum, nema með meiri áherzlu á ríkisafskifti. Þeirra ungliðahreyfing myndi til dæmis aldrei láta sér detta í hug að lögleiða eiturlyf.



Þegar ég var búinn að setja inn gildin fyrir framsókn sá ég að það var tilgangslaust að setja inn gildin fyrir VG, þeir segja og gera sömu hlutina. Báðir vilja hömlur gegn innflutningi og styrkja innlend fyrirtæki með íslensku skattfé. Áherzlurnar eru bara svolítið aðrar - það, og Stalín er dauður og getur ekki lengur hringt í forystu VG til að segja þeim hvað þeir eiga að hugsa, sem er ástæða þess að þeir eru umhverfisverndarsinnar en ekki virkjanasinnar. Sami hlutirinn, Framsókn og VG. Þessvegna flýja gamlir stuðningsmenn Framsóknar til Vinstri grænna. Þessvegna stækkar VG þegar B minnkar. Þetta er svarið.

Ég tek eftir að enginn vill drafta neinn, enda er enginn her og því engar upplýsingar um það, og þeim er nokk sama hvað fullorðið fólk gerir við hvert annað í rúminu, þó mig gruni að þeir myndu reyna að stjórna því ef þeir gætu.

Í ljósi umræðunnar undanfarin ár held ég að þeir vilji allir eitthvað potast í hvað fjölmiðlar segja og gera, þó mismikið. Nefni ég þar helst áfengisauglýsingar, kæru á hendur Íslenska þjóðernissinnanum sem hélt því fram að það væri munur á negra í Afríku með prik í hendinni og venjulegum Íslending, og upphlaupum undanfarið í nafni pólitískrar rétthugsunar - nei, nefnum það sínu rétta nafni: skoðanakúgun.

Ég hef voða lítið data um Frjálslynda, en þeir kæmu sennilega út á svipuðum slóðum og Sjálfstæðisflokkurinn, jafnvel ofar, eða lengra til hægri, þó ég geti ekki verið viss. Það er svo erfitt að eiga við svo nýja flokka.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli