Dagur 265 ár 3 (dagur 995, færzla nr. 489):
Var að velta fyrir mér hvað blöðin heita:
Fréttablaðið, Morgunblaðið, Blaðið...
Þetta eru mjög generic heiti. Svona eins og ef ég færi í Bónus og keypti Bónus Maltöl, Bónus Appesínusafa, Bónus tannkrem osfrv.
Hvað ef sömu aðilar væru að framleiða eitthvað annað, til dæmis bíla? Hvað myndu þeir nefnst?
Bíll 1400 GTi
Bifreið 4X4 Turbo Diesel
Farartæki V-8.
Áhugavert. Hvað ef sömu menn hefðu svo átt IKEA?
Hmmm.... "Stóll" stóllinn, aðeins 1,399, eða "Borð" borðið, kr. 2,500. Jæja...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli