fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Dagur 252 ár 3 (dagur 982, færzla nr. 481):

þetta um daginn, og þá fór ég að velta fyrir mér hve raunsær þáttur CSI á skjá einum er í raun.

Ekki mjög. En það er ekki bara að kerfið hjá þeim virkar fullkomlega, nákvæmlega eins og það gerir ekki í raun og veru. Það vinnur líka skuggalega hratt. Hver þáttur virðist gerast á svona 2 dögum, kannski mest svona viku, en alltaf eru þeir búnir að framkvæma DNA rannsóknir bara strax. Eins og það sé eitthvað sem er bara klárað af fyrir hádegi.

Law and Order virkar betur. Þar segja þeir bara "fingraförin þín voru á þessu".

Annars horfi ég ekki á neitt sem er fyrir klukkan 22:00. Þannig slepp ég við alla þessa megrunarþætti. Maður sem er 65 kíló í fötum þarf ekki slíkt. Kobbi Bóndi er nú meiri steypan. Þátturinn um stelpuna sem er alltaf að detta í drullupoll gæti verið athyglisverður. Gleymum RÚV, ekki bara er dagskráin óttalegt krapp, heldur næst hún líka illa vegna loftnetsins.

Var annaras að leas gamla bók sem ég fékk lánaða úr safninu. Var geymd í lofttæmi og segulsviði sko. Segi kannski frá því seinna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli