fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Dagur 259 ár 3 (dagur 989, færzla nr. 484):

Það eru blöðin:

Þetta finnst mér grunsamlegt. Að hafa eitthvað tæki í bílnum sem á það til að hringja í lögguna. Hvað meira gerir þetta? Væri ráð að taka þetta úr sambandi? Ég held það.

Hérna er ein leið til að halda uppi glæpatíðni á landinu; bara sleppa mönnum strax eftir yfirheyrzlu. Hvernig væri að halda mönnum sem þessum yfir nótt? Það myndi lækka glæpatíðni um 70% þann daginn, sýnist mér. þetta eru nefnilega alltaf sömu mennirnir.

Það hlaut að koma að því að þessir terroristar yrðu loksins uppiskroppa með karlmenn til að stunda sjálfsmorðsarásir. Jæja, eftir svona 30 ár verða þeir uppiskroppa með kvenfólk líka. Darwin, sko. Þá er bara að bíða.

***

Ég er ágætlega fljótur að vélrita, veit ég. Nota oftast bara tvo fingur við þetta, en það er bara vegna þess að það er kalt og ég sit rangt við þetta. Næ annars alveg 180+ slögum á mínútu.

Sem er merkilegt miðað við hvernig ég lærði vélritun. Var með þessa forneskju ritvél sem pabbi keypti í kolaportinu á 2000 kall. Ef ég notaði báðar hendur þá flæktist borðinn, og svo varð að slá svolítið fast. Var þessvegna með vettlinga við þetta, til að hlýfa fingrinum. Það kom reyndar á hann gat - þetta var prjónavettlingur, og takkarnir rifu svolítið í hann. Ekki gott að nota lúffur. Hitti of marga takka í einu svoleiðis. Eftir þessa æfingu get ég náttúrlega lamið allhressilega frá mér með fingrunum. Sem hentar vel ef ég hef í hyggju að skemma lyklaborðið.

Andstyggilega þessar ritvélar. Borðinn fer alltaf á flakk.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli