Dagur 262 ár 3 (dagur 992, færzla nr. 486):
Lesið þetta áður en þið haldið því fram að löggan á Íslandi þurfi að bera vopn.
Svona lagað gerist aldrei - ég hef aldrei heyrt af því, og það yrði sko aldeilis uproar - meðal almennra borgara, sama hve gráir fyrir járnum þeir eru.
En löggan? Alltaf. Og þeir skjóta oft! Einn af þessum gæjum tæmdi 2 magasín á eitthvað sem hann vissi ekki hvað var!
Það eru þó þrjár spurningar sem mér þætti vænt um að fá svar við varðandi þetta mál:
1: afhverju keyrðu þeir á önderkover gæjann?
2: Hvað var önderkover gæjinn að þvælast fyrir framan bílinn þeirra?
3: Hver mikið voru þeri búnir að drekka ef þeim tókst að keyra á tvisvar áður en það var byrjað að skjóta á þá? Eða skil ég eitthvað vitlaust? Óku þeir á eftir að byrjað var að plaffa á þá? Það meikar sens.
Er það eitthvað svona sem greiningardeildin hans Björns Bjarna á að gera? Er það málið? Mig rámar í atvikið þarna í Bretlandi þar sem þeir fylktu liði á eftir einhverjum grunlausum manni út á götu, og skutu hann svo 8 sinnum í hausinn bara af því - og héldu svo fram að þeir hefðu haldið að hann væri með sprengju.
Jæja. Hver verður fyrstur til að fá í hausinn 30 skot úr MP5?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli