þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Dagur 264 ár 3 (dagur 994, færzla nr. 488):

Sá auglýsingu í fréttablaðinu í morgun. Enn ein sönnun þess að hryðjuverkamennirnir hafi unnið. Þeir gáfu heimasíðuna hjá sér: http://us.is. Það á nappa fleyri fyrir of hraðan akstur, að þrengja refsirammann um 5 kílómetra.

Svo ég settist niður og sendi þeim skeyti, það er us@us.is ef einhverjir fleyri hafa áhuga, en hér er það sem ég sagði við þá:

Góðan daginn

Þar sem ég veit ekki í hverjum öðrum á að nöldra, og ykkar heimasíða var gefin upp í auglýsingunni:

Sá í Fréttablaðinu að nú mætti fara að bösta menn fyrir of hraðan akstur ef þeir væru mældir á 5 kílómetrum yfir leyfilegum hámarkshraða. Ég hef við það ýmislegt að athuga:

1: annar hver jeppi á Íslandi er á stærri dekkjum en þegar hann var framleiddur, sem veldur skekkju uppá tvo þrjá kílómetra.
2: hraðamælar eru til að byrja með ekki nákvæmir uppá kílómeter.
3: flestir bílar eru með analog-mæli, sem gefur hraða upp í heilum bilum, og venjulega sirka ökumenn bara á að þeir séu á svona 60 +/- 2-3 kílómetrar, svo ég taki dæmi.

Svo samanlögð skekkja getur numið meira en 5 kílómetrum. Skiljiði hvert ég er að fara? Þetta er ekki flókið. En það er meira:

4: hvernig vitum við nema hraðamælingarbúnaður lögreglu sé ekki með skekkju í sér uppá allt að 5 kílómetrum? Jafnvel 1 kílómeters skekkja þar getur farið að kosta mann sem á sér einskis ills von tafir og fjárútlát.

Ég efast um að þið takið mark á mér, en samt, þarna hafiði það. Hugsið til mín næst þegar löggan blikkar ykkur og þið vitið ekki af hverju það er.


Að þetta hafi áhrif held ég ekki. Ríkisstofnanir hafa hingað til ekki komið mér fyrir sjónir sem sérlega sveigjanleg eða skynsöm fyrirbæri. Það er ljóst mál að ef ég verð í framtíðinni stöðvaður fyrir of hraðan akstur muni ég fara með það mál eins langt og hægt er, þó ekki væri nema til þess að valda ríkinu meiri kostnaði en það veldur mér. Orðið sem þið þurfið öll að muna er "Gjafsókn". Maður á undantekningalaust að biðja um slíkt þegar ríkið er á hinum endanum.

Og svo vilja þessir vitleysingar enn hækka bílprófaldurinn. Það mun þýða eitt. fleyri aka um próflausir. Margfalt fleyri.

Og þetta með landflutningana. Strandflutningar lögðust af vegna þess að hafnargjöldin hækkuðu svo mikið. Þetta hefur lítið með "aukinn hraða í samfélaginu" að gera. Það er bara of dýrt að sigla. Lækkið hafnargjöldin, og þá munu þeir sigla, og hafnirnar fara að græða smá peninga aftur.

Hvar í andsk. lærðu þessir menn eiginlega hagfræði?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli