mánudagur, nóvember 27, 2006

Dagur 263 ár 3 (dagur 993, færzla nr. 487):

Rakst á þetta áðan:



Áhugavert, en nokkrir púntar:

Þetta er ekki yggt á neinni sérstaklega vísindalegri aðferð, heldur eru einhverjir hjá SÁÁ spurðir. Ekki til eftirbreytni.

Langtíma neyzla á Nikótíni, Koffíni og alkóhóli hefur ekki virst valda geðveiki. Valíum, (taugaveiklun) Amfetamín og Kókaín (paranoia, jafnvel tímabundin schizophrenia, stundum samtímis) hinsvegar... PCP veldur svo ofsalegri sturlun eftir ekkert of langan tíma. Þeir segja það ekki mjög ávanabindandi, en áhrifin eru slík að best væri að fólk sem hefur löngun til að vera á lyfjum prófi eitthvað annað. Speedball* til dæmis.

Ekki hef ég tekið eftir því hjá sjálfum mér að alkóhól sé mjög vanabindandi. Allavega er ég ekki sífellt fullur. Reyndar afskaplega fáir sem ég þekki. Man ekki eftir neinum í svipinn. Reyndar sækir ekki á mig nein löngun í áframhaldandi fyllerí eftir eitt kvöld af drykkju. Varla er það til marks um mikla ávanabindingu.

Meth kemur fyrir á þremur stöðum á þessum lista. Af hverju? Varla getur það skift miklu máli hvernig sama efnið er tekið, það hlýtur, eðli málsins samkvæmt að vera alltaf jafn ávanabindandi. En hey, ekki vísindaleg könnun, þið munið.

Annað getur spilað inní í öllum tilfellum: til dæmis hefur sumt fólk - þeir sem eru eitthvað veikir fyrir - tilhneigingu til að taka inn allskyns furðu-efni, á meðan "normal" einstaklingur hefur annaðhvort engan áhuga eða prófar þetta einusinni eða tvisvar í einhverjum partíum. Áhrifin af því eru mismunandi, allt frá gleði upp í dauða, fer eftir hver og hvað á í hlut.

Hitt er annað, að það er með öll þessi efni eins og byssur, fólk hefur allt miklar skoðanir á þessu öllu, en fáir vita nokkuð um þetta, og þess vegna byggist öll umræðan á tómum fordómum, hræðzlu og almennri vitleysu.

Kókaín til dæmis, er sagt hið djöfullegasta efni; mun eyðileggja líf hvers sem það prófar á fimm sekúndum, þarf bara að prófa einusinni og þá er maður hooked. Svo kemst maður að því að annar hver nýríkur Landcrusher keyrandi bankamaður á landinu hefur verið að fá hjartaáföll af neyzlu þess, og enginn verður neins var. Fyrir utan þessa hvimleiðu hjartakvilla, er ekkert sjáanlega að þeim. (Að vísu er frekar slæmt að fá hjartaáfall - séstaklega ef því fylgir langtímavist á garði... ég meina í garði) Sigmund Freud var á kókaíni. Það var tímabil hjá honum. Svo hætti hann á því með ekki miklum erfiðleikum. Í raun eru áhrifin háð því hvað þú ert að gera.

Eitt er líka með þennan lista: efst á blaði er stöff sem er tiltölulega ódýrt, auðvelt að verða sér úti um, og hefur ekki svæsin andleg áhrif eins og t.d. LSD eða PCP, og fólk sem tekur það er því húsum hæft - svona inn á milli þess sem það svælir krabbameinsvaldandi sindurefnum um nánasta umhverfi sitt. Fólk sem er veiklundað hættir síður þegar svo er um búið.

Neðst á lista er svo efni sem er unnið úr einhverjum kaktus sem finnst í einhverjum eyðimörkum á Bandaríkjunum. Það hafa fáir greiðan aðgang að því. Ef farið væri að selja Mescal í hagkaup þá þori ég að veðja að þessi listi myndi eitthvað breytast.

*John Belushi drapst víst af því að taka það. Og River Phoenix, sem ég bara veit að gjörsamlega hver maður man nákvæmlega eftir. Þið vitið, hann var í einhverri kvikmynd... með gæjanum þarna... þessum með hárið... þið fattið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli