föstudagur, október 06, 2006

Dagur 212 ár 3 (dagur 942, færzla nr. 457):



Þessi mynd kom upp þegar ég skrifaði "243" inní google. Þetta mun vera .38 Colt frá því 1895. Pass.

Allskyns vitleysa hefur farið fram undanfarna daga, að venju. Það á að fara að rukka alla fyrir RÚV stóð í fréttablaðinu. Hver stendur fyrir því? Jú, auðvitað Þorgerður "Borgið Meira" Katrín. Eina ástæðan til að kjósa sjálfstæðisflokkinn núorðið er ánægjan af að stroka hana af listanum. Hvað varð um áform um að selja RÚV bara? Losa okkur við þetta batterí?

Hannes Hólmstein heldur áfram að bera í bætifláka fyrir persónunjósnir. Eitthvað í sambandi við Gúttóslaginn, þar sem fjöldi lögreglumanna varð fyrir barsmíðum.

Ég hefði látið þetta lið stúdera kendó. Í næsta bardaga hefðu þannig hinir orðið fyrir öllum höggunum. Kommarnir voru aldrei nema 20% af heildinni þegar allra mest var - ef þá svo mikið. Það er bara enginn grundvöllur fyrir einhverri leyniþjónustu útaf þeim. Og hvað með það þó þeir hefðu fengið smá þjálfun hjá sovjétinu? Þjálfið bara alla hina líka!

Hugleysingjar.



Gular hænur.



Álit mitt á þessum mönnum er:



Og svo var það gæinn sem kom í sjónvarpinu í gær og sagði að rannsóknir vegna Kárahnjúkastíflu væru ekki nógu vel unnar. Já. Í þessari setningu hér á undan eru falinn öll hans rök með þeirri staðhæfingu. EKKERT! Og þeir töluðu við þennan mann í næstum korter, og hann gaf ENGAR upplýsingar! Argh! Ég var í allan tímann að bíða eftir að hann benti á nokkurn vegin hvað væri að; hvort nokkuð hefði gleymst að skoða ákveðið svæði, eða viss gerð af rannsóknum hefði ekki farið fram, eða einhver einn gæi í einhverjum kjallara hefið bara giskað á eitthvað, en nei. Hann sagði bara að þetta hefði verið illa unnið.

Þeir sýndu viðtal við þennan mann í sjónvarpinu. Svei.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli