fimmtudagur, október 19, 2006

Dagur 225 ár 3 (dagur 955, færzla nr. 465):



Sá þetta í blaðinu í morgun: Væntanlegur húsbyggjandi óskar eftir Lödu Station. Má vera: ógangfær, með mold í skottinu, brotinni skóflu og gömlum Byko-nótum. Kostur ef hún er með Lödubeyglu. Uppl. í síma 893 7310.


Lada eftir smá árekstur.

Áhugavert. Hvað ætlar maðurinn svo að gera við ónýta Lödu? Mig grunar að hér sé umhverfislistaverk í uppsiglingu. "Ryðguð Lada," eða "Boris Jeltsín" eru hugsanlegir titlar.



Lada já, það voru mjög ódýrir bílar. Versnuðu svolítið í gæðum eftir að Sovétið féll. Nú vill enginn lengur aka um á 1970 módel FIAT lengur, (það er það sem Lada er) svo þeir verða að hætta að framleiða þetta.



Ef þið prentið þetta út, þá getið þið með smá lagni búið til ykkar eigin Lödu til að hafa uppi í hillu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli