Dagur 222 ár 3 (dagur 952, færzla nr. 463):
Afbrotum fækkar hér og þar á borgarsvæðinu. Þar er um að kenna mikilli fækkun á eignaspjöllum og líkamsárásum, ef mark er takandi á þessari grein. Ekki virðast bófar vera að taka neitt minna af eiturlyfjum, meira ef eitthvað er, þrefalt meira skv. greininni. Og þeir brjótast 100% oftar inn.
Því er svo? Kannski eru þeir of dópaðir til að slást. Kannski er verðmætara góss í húsum nú en áður, sem veldur að þeir þurfa síður að drýgja tekjurnar með ránum á götum úti eða söluturnum.
Eða: þeir eru fluttir einhvert annað. Hvar eru þeir þá? Ekki hef ég enn heyrt af þeim úti á landi.
Mín kenning er: ef fíkniefni yrðu lögleg, myndi innbrotum fækka um 70-80%, ránum um svipað og ofbeldi líklega aðeins - vegna þess að þá yrðu efnin ódýrari. Mér reiknast til að Kókaín sé í raun ámóta verðmætt og hunang - sem kostar 1000 kall kílóið í Bónus. Þannig gætu nokkrir dópistar komið saman, keypt stóran sekk af því og verið í móki í nokkur ár fyrir vikið, í stað þess að vera hlaupandi um utandyra hrellandi fólk.
Ég geri ekki í alvöru ráð fyrir að neitt fleiri byrji að dópa. Þetta er einfaldlega ekki fyrir alla. Ekki frekar en fótbolti eða frjálsar íþróttir. (Reyndar grunar mig að fjölmargir boltamenn séu á ólöglegum örvandi efnum fyrir - þeir nota þau til að geta hlaupið lengur. Maradona gerði það alltaf.)
Sem fær mig aftur til að hugsa: EF - EF ríki og boltaáhugamönnum tækist það ætlunarverk sitt að gera alla að fótboltastundendum, þá er hætt við að fíkniefnaneyzla snaraukist. Til að bæta getuna sko. Þetta er afkasta-aukandi efni, Kókaín.
En hey, fleiri löggur þarf til að hafa hemil á auknum friði í heiminum. Sem fær mig til að hugsa: hvað ef ofbeldi og afglöp færast svo skyndilega í aukana aftur? Hvað þá? Fækka löggum? Eða er þetta svona anórexískur vítahringur: minni glæpir, fleiri löggur, fleiri glæpir: sko það þarf fleiri löggur svo fleiri löggur, þar til það er komin ein lögga á hvert heimili, allir peningar sem koma inn + erlend lán fara í að halda úti þessari löggæslu og ekkert verður eftir fyrir spítala og menntakerfi...
Framtíðin maður, framtíðin.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli