laugardagur, október 21, 2006

Dagur 227 ár 3 (dagur 957, færzla nr. 466):

Hugsaðu þér að þú sér ferðamaður í flugvél sem er nýlent á Híþróv-flugvelli á Englandi. Þú bíður rólegur eftir að vélin leggi í stæðið sitt, eða eins rólegur og þú getur gert þig við þessar aðstæður, hafandi ekkert hreyft þig í nokkra klukkutíma, horft á lélega kvikmynd og hlustað á slæma tónlyst allan tímann, auk þess sem maturinn var ekkert spes.

Loksins er öllum hleypt út. Og þú labbar upp landganginn, og hvað blasir þá við þér: Sendinefnd Enska Greyfingjans auðvitað!

Þarna er Greifingja kórinn að syngja Greyfingja lagið, allir eru með Enska fánann á lofti, með Greyfingja húfur á höfðinu. Það labbar upp að þér kvenmaður, og hún er með greyfingja í höndunum, lifandi greyfingja sko, og hún miðar honum á þig og segir:

"Sjáðu! Þetta er Enski Greyfinginn! Finnst þér hann ekki sætur? Viltu ekki klappa honum?"
Og hún snýr sér að greyfingjanum sem hún heldur á og segir við hann:
"Þetta er Íslenskur ferðamaður; eigum við ekki að leyfa honum að klappa þér?"

Þér er nú nokkuð brugðið við þetta, enda þreyttur, og vilt helst fara beint á hótelið þitt til að týna úr töskunum eða sofa, en kvenpersónan fyrir framan þig lætur sig ekki, heldur nálgast þg með greyfingjann og heimtar að þú klappir honum:

"Svona, vertu ekki hræddur, hann bítur ekki - allavega ekki mikið - finnst þér hann ekki sætur?"

Og þú kreystir fram bros þegar þú flýtir þér í burtu, en ert eltur allan tímann, alveg þar til þú hættir að heyra kórinn syngja greyfingjalagið, alla leið í hinn enda flugstöðvarinnar, alla leið út í leigubíl - en þar hættir daman að elta þig og heimta að þú komir við dýrið sitt.

Í leigubílnum andar þú léttar, laus við Ensk meindýr um stund.

En þegar þú kemur á hótelið, þá bíður þín þar kassi. Í forvitni þinni opnar þú kassann, og finnur þar þér til mikillar gremju Enska Greyfingjann, með meðfylgjandi miða: Þetta er bona fide Enskur Greyfingi sem þú getur klappað, alveg frítt, í boði sendinefndar Enska greyfingjans.



***

Í fyrra eða hitt í fyrra voru uppi hugmyndir um það í fullri alvöru að vera með sér pláss á Keflavíkurflugvellu undir eitthvað sem átti að heita "Sendinefnd Íslenska Hestsins", sem átti svo að draga fram þegar þjóðhöfðingjar kæmu, svo Íslenski Hesturinn gæti þefað af þeim. Það hefði orðið að veruleika ef hestamenn hefðu fengið sínu framgengt.

***

Sá í gær frétt þess efnis að þeir ætluðu að herða viðurlög gegn umferðarbrotum. Og mér datt í hug: var ekki hugmyndin að fá menn til að hegða sér vel í umferðinni? Afhverju ættu menn nú að vilja stoppa fyrir löggunni ef þeir mega búast við hærri sektum, jafnvel því að bíllinn þeirra verði gerður upptækur?

Bara hugmynd.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli