miðvikudagur, október 11, 2006

Dagur 217 ár 3 (dagur 947, færzla nr. 460):

Hvar eru nú allir þessir mótmælendur þegar við þurfum á þeim að halda? Svo ég vitni í greinina: greiningadeild mun vinna þvert á öll svið, sem og aðgerðahópur,sem á að geta brugðist við aðkallandi vandamálum með hraði og var ofsaakstur, veggjakrot og fíkniefnamál nefnt í því sambandi.

Aha. Það er verið að skella á okkur leyniþjónustu til að passa að við krotum ekki eða keyrum of hratt. Kannski verður í laumi settur hraðamælir í alla bíla sem löggan getur skoðað úr fjarska og sent okkur svo sekt ef við laumumst óvart yfir takmarkið einhversstaðar uppi á heiði. Og símar allra unglinga verða hleraðir ef ske kynni að þeir hyggðust skipuleggja smá tagg saman.

Og hvað kostar þessi vitleysa?

Ef... nei, þegar þeir gera þetta, þá hafa hryðjuvverkamennirnir unnið. Takið efitr að það virðist enginn hafa beðið um "sérstaka greiningardeild innan lögreglunnar" til að hafa uppi á veggjakroturum? Hún bara birtist. Ekki bað ég um þetta. Ekki vantaði þetta. Tíðni glæpa - og ofbeldis og alls fjandans minnkar með auknum hag almennings. Hvað á svona lagað þá að fyrirstilla?

Fólk, veit ég, hefur sumt beðið um meira sýnilega lögreglu. Ég hélt alltaf að það þýddi áð þau vildu fleiri löggur. Ef glæpum fer fækkandi þá þarf þess ekki með. Samt fáum við aukna löggæslu - en ósýnilega. Þeir sjá okkur. Alveg eins og í Jólalaginu þarna:

"He's making a list and checking it twice
Gonna find out who's naughty and nice
Santa Claus is coming to town

He sees you when you're sleeping
He knows when you're awake
He knows if you've been bad or good
So be good for goodness sake"


Mig hefus svosem alltaf grunað að sá gæi væri eitthvað vafasamur.

Af hverju vill Björn Bjarna fylgjast með okkur?

Jæja. Við því veit ég ekki hvað skal gera. Hér er tilvitnun í skoðanabróður hans:

"This year will go down in history. For the first time, a civilized nation has full gun registration! Our streets will be safer, our police more efficient, and the rest of the world will follow our lead into the future!"--Adolf Hitler, April 15th, 1935 during his Berlin Day speech.

Og heimurinn er enn að reyna að verða eins og Hitler vildi hafa hann. Gleðilegt. Því að innst inni viljum við öll þóknast Hitler. Ef þú vilt ekki láta fylgjast með þér hlýtur það að vera vegna þess að þú ert glæpamaður, ekki satt?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli