Dagur 229 ár 3 (dagur 959, færzla nr. 467):
Þeir segja að áróður undanfarinna mánaða skili sér í því að menn aki almennt hægar. 5% aka hægar, segja þeir. Byggt á hverju? Mælingum sem vegagerðin stóð fyrir í 2 vikur áður en herferðin hófst, og 2 vikur á eftir.
Það var merkjanlegur munur. Ég er ekki hissa á því. En ég vil vita hvernig þetta var á þessum sömu 4 vikum undanfarin 10 ár. Ef þetta munstur kom ekki upp þá, þegar engin var herferðin, viðurkenni ég að hún hafi virkað, annars gæti eins verið um að kenna versnandi veðri.
Þetta er svipað og að vera með kynningu á nýjum drykk, Sigga Sulli, og byðja fólk að segja hvort Sigga Sull, sem það fær að smakka, er betra eða verra en Nektar Guðanna, sem ekki nokkur maður hefur smakkað og enginn hefur aðstöðu til að verða sér úti um. Hvað getur fólk sagt?
Það segir auðvitað það sama og Amma: bara það sem því dettur í hug.
Og enn er fólk að heimta harðari refsingar við umferðarlagabrotum, af stigvaxandi múgsefjun. Eins og það muni eitthvað hjálpa. Ég bendi á að harðari viðurlög gætu allt eins leitt til verri brota. Það verður lagt alvöru kapp á að stinga lögguna af ef menn halda að það sé þeim til framdráttar að gera það. Það er ljóst.
Og að skildu efni: síðustu 2 dauðsföll í umferðinni komu hinum illræmda hraðakstri ekkert við. Veður og vindar áttu mestan þátt í öðru, almennur klaufaskapur átti sök á hinu, að auki virtist hvorugum aðilanum hafa dottið í hug að spenna beltin.
Ekki hefur brjálað átak undanfarinna 15 ára til að fá alla til að spenna ólarnar haft nein áhrif á suma. Afhverju ætti undanfarið átak sem stóð yfir í 2 mánuði að hafa haft einhver áhrif?
Bara spyr. Þið eruð að einblýna á málið frá röngu sjónarhorni. Leitið að öðru.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli