Dagur 223 ár 3 (dagur 953, færzla nr. 464):
Mig var farið að gruna að ég væri sá eini, fyrir utan kannski Illuga sem héldi þessu fram. Jæja, það eru nú fleiri, en þeir skrifa ekki í blöðin.
Andmæli við hugmyndum mínum haldast í hendur við Bandaríkjahatur. Þeir sem það aðhyllast hafa mjög gaman af því að baknaga Bush Forseta, eins og hann hafi gert þeim eitthvað. Feh. Hafi þeir áhyggjur af þeim sem standa okkur nær.
***
Sá um daginn að ég hef lést um 6-8 kíló síðan ég kom hingað. Hvað kemur til? Sennilega matarræðið. 1 skál af hafragraut eða súpa með 2-3 sneiðum af brauði á morgnana og annað eins að kvöldi til skiftis yfir vikuna er víst ekki eitthvað sem ég get étið og ætlast til að viðhalda meðalþyngd.
Ekki það að ég hafi nokkurntíma náð meðalþyngd. Mér skylst á þeim að ég hafi verið svona eins og meðal-kvenmaður að þyngd þegar mest lét, eða 75 kíló.
Ég hef ekki efni á að finna út úr þessu.
***
200 cl glös eru ljóslega fullkomin stærð. Þessi Monster Huge Risa tröllaglös sem amma á, og taka 200 gallon hvert eru of mikið af því góða, að ég tali nú ekki um mjólkurbikarinn sem helga Sigríður er svo hrifin af - til að þamba kók úr.
Ekki finn ég hjá mér mikla hvöt til að drekka 1/2 lítra af mjólk í einu, þó glasið sé stórt. Ef ég vil meira, þá get ég fyllt á glasið aftur. Svo eru þau góð til að mæla með: 2 & 1/2 glas er 1/2 lítri. Ég þarf svo mikið í einn skammt af súpu. Sem er 1/2 pakki.
Þetta er auðvelt að sjá út.
***
Í gær sýndi Reynir mér hvaða víra ég þarf að ýta á ef þvottavélin er með stæla. Sem mynnir mig á bílinn. Í honum eru einhverjir vírar sem þarf stundum að pota aðeins í. Amerískt, sko, endist lengur, en það þarf að opna húddið oftar. Sem er kannski ástæða þess að það endist lengur...
Þvottavélin er frá undralandi, held ég. Einhverju sem endar á -istan, er ég viss um. Sett saman úr pörtum frá Tævan.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli