Dagur 216 ár 3 (dagur 946, færzla nr. 459):
Rakst á þetta. Var að velta fyrir mér hvort það væri í alvöru markaður fyrir þetta? Ég meina... sem eitthvað annað en brandari?
Kannski ég ætti að taka að mér umboðið? Hey, ef spliff, donk og gengja seldust...
Svo er það þessi mjög svo sniðugi tölvuleikur.
Sá auglýsingu í blaðinu áðan. Notaðir bílar. BMW á 6.9 millur, Ádí á 8.eitthvað. og ég fór að hugsa: hver kaupir NOTAÐAN bíl á yfir 8 milljónir? Selst þetta? Það er hægt að fá 2-3 nýja bíla fyrir þetta verð. Það er hægt að fá nýjan Bens fyrir þetta verð.
Það er hægt að fá nýjan Lincoln Town Car fyrir þennan pening. Það er, nota bene, miklu betri bíll en einhver Ádí. Fer til dæmis miklu frekar í gang, er öruggari, mýkri... flottari. Eyðir minna. Kostar minna nýr en notaður Ádí. Lýkist Ádí ekki einusinni í útliti. Sem er alltaf plús. Þá bendir enginn á þig og kallar: "Hey maður, þú ert á einhverju evrópsku hommatrogi! Afhverju ertu ekki á Benz?"
8 milljónir fyrir notaðan Ádí... ef þú kaupir það, get ég þá líka selt þér tæki til að spóla DVD diska til baka?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli