þriðjudagur, október 24, 2006

Dagur 230 ár 3 (dagur 960, færzla nr. 468):

Man einhver eftir gæjanum þarna í Texas sem var stungið í 10 ára fangelsi fyrir að snerta einhverja stelpu? Þessum 12 ára þarna? Böstaður fyrir nauðgun - eða hvað sem það var kallað, 12 ára.

Hvað um það, ég heyrði af honum í fréttum, og mér varð hugsað til annarrar fréttar sem kom um daginn, síðasta vor, ef ég man rétt. Málsatvik voru þau, að hópur krakka með vídjómyndavél lokkaði til sín nokkra fullorðna menn með því að telja þeim trú um að þeir væru að fara að hitta 12-13 ára gamla stelpu til að ... fá að nota hana.

Þetta vakti töluverða hneikslun.

Við skulum bera þessi 2 mál saman rökrétt: á Íslandi þykir ekki til siðs að leita kynferðislega á 12 ára stelpur. En í Texas?

Nú, í Texas má stinga 12 ára krökkum í steininn í 12 ár. Meikar sens, finnst mér. 12 ára krakki veit vel þegar hann hefur gert eitthvað af sér, eða a.m.k þeir 12 ára krakkar sem eru ekki vangefnir eða geðbilaðir á einhvern hátt. Samt er eitthvað undarlegt að setja 12 ára dreng í djeilið fyrir kynferðislega misnotkun. Skoðum það nánar:

Ef þú setur 12 ára krakka í steininn fyrir að misnote einvern kynferðislega ertu í raun að viðurkenna að 12 ára krakkar almenn, með sérstakri áherzlu á þennan 12 ára krakka, séu kynferðislega aktívir. Rétt? Ég meina, þú böstar ekki 5 ára barn fyrir innbrot ef hann læðist heim til þín þegar þú ert ekki að horfa, er það? Sumir muna ekki einusinni eftir því þegar þeir voru 5 ára. Svo það er rökrétt að áætla að í Texas sé "age of consent" 12 ár.

Komum nú aftur að þessum gaurum sem náðust á teip við Ægissíðuna þar sem þeir voru að bíða eftir að hitta þessa spólgröðu 12 ára stelpu. Hugsum okkur að þeir væru í Texas, og þeir hefðu tælt til sín þessa 12 ára stelpu. Á tölvunni þeirra væru þeir búnir að seiva samtalið frá A-Ö, svo það færi ekkert á millu mála hver ætlun þeirra var, og að þeir vissu fullkomlega að þessi stelpa var 12 ára.

Nú, ekki er hægt að setja þá í steininn fyrir þetta, og ég skal segja ykkur af hverju: ef 12 ára krakki er nógu gamall til að stunda kynlíf má hann stunda kynlíf með hverjum sem er, þar með talið fimmtugum perra. Og ef hægt er að stinga krakka sem er 12 ára í steininn fyrir að hegða sér kynferðislega er verið að viðurkenna að 12 ára krakki sé einmitt kynþroska og viti nákvæmlega hvað hann er að gera, svo ef þeir ætla að vera samkvæmir sjálfum sér mega þeir ekki bösta fullorðinn mann fyrir notkun á 12 ára krakka af neinu kyni.

Sem þýðir: þið perrakallar þarna úti: Texas er staðurinn fyrir ykkur.

(Auðvitað getur verið að í Texas séu menn ekkert samkvæmir sjálfum sér, heldur illgjörn lítil kryppildi - þá verðiði skotnir. En hey, ef þeir skjóta ekki, þá er ég með réttu rökfærzluna, og tilvitnun til fyrri dóms!)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli