mánudagur, október 08, 2007

Dagur 227 ár 4 (dagur 1312, færzla nr. 594):

Um daginn var ég að lesa umsögn um bíl í Fréttablaðinu. Ford Escape. Sem er samkvæmt þeim sem skrifar umsögnina sparneytnasti jeppi í heimi. Eyðir ekki nema 11.5 á hundraðið, næstum 1600 kílóa bíll. Það getur ekki verið, hugsa ég, en hlýtur samt að vera, því skrifari kvartar undan því að það sé mikið. Mikið? 11.5 á hundraðið fyrir 1600 kílóa 4x4 bíl með 3 lítra V-6 sem skilar 200 hestum?

Ekki veit ég hvaða draumaveröld skrifari (einhver Sólveig) býr í, en í þeim heimi þar sem ég lifi í eyða 1600 kílóa jeppar minnst 14 lítrum á hundraðið.

11.5? Hlýtur að vera á langkeyrzu.

Skrifari ætti aldrei að skoða alvöru lúxusjeppa. Hún fær taugaáfall þegar hún kæmist að því hvað Landcruiser eyðir á hundraðið. Eða Range Rover. Úff. Eða Porsche... (Toyota.is viðurkennir að litli crúserinn eyðir minnst 17 (það þýðir 20 úti í raunheimum), Landrover.co.uk gefur upp eyðzluna 22.4. Það þýðir yfir 25 úti á götu. Sem er ekki mikið fyrir bíl sem er 2.6 tonn og yfir 300 hestöfl.) En þetta farartæki, þessi Ford, er ekkert sambærilegur við Landcruiser eða Range Rover. Það eru miklu þyngri bílar. Grand Vitara hinsvegar: 2.7, það gefur suzukiumboðið upp með 15.7 á hundraðið. Sem merkilegt nokk hljómar trúlega.



Hugsanlega sparneytnasti jeppi í heimi.

11.5 í blönduðum akstri... yeah, right.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli