Dagur 230 ár 4 (dagur 1315, færzla nr. 595):
Það er nokkuð auðvelt að skrifa skemmtilega sögu sem fólk nennir að lesa. Það er að minnsta kosti alveg jafn auðvelt og að skrifa slæma sögu sem enginn nennir að lesa. Hafa ber í huga að fyrir mér er stór hluti af slæmsku sögu fólginn í hve langt maður nennir að lesa í henni.
Ég fékk þessa bók gefins einhverntíma. Það voru örugglega jól. Man ekki. Ég komst í gegnum 3 fyrstu kaflana, sem voru hver öðrum hvalafyllri, og þá gafst ég upp og hætti. Sóa ekki tíma mínum í þetta. Gæti lesið blöðin á meðan. Og ég skal segja ykkur af hverju: Sjáið útráttinn? Hvað haldiði að mikið af þessu komi fram í fyrstu köflunum? Nafnið á aðalsöguhetjunni!
Það voru einhverjar aðrar bækur við hliðina á rúminu mínu sem ég gafst upp á: "Töframaðurinn" eftir einhvern þýskara. Ég var kominn hálfa leið inn, og enn að bíða eftir að sagan byrjaði. Eitthvað eftir Ruth Rendell; ekkert áhugavert var á seyði þar.
Sko, þetta er auðvelt, eins og ég sagði áðan. það þarf bara nennuna til að setjast niður og skrifa. Það þarf helst eitthvað áhugavert að gerast á fyrstu síðu, til dæmis:
"Þegar Jónas opnaði ísskápinn um morguninn komst hann að því að þar var pandabjörn."
eða: "Jói kveikti ljósið, og sá þá hálft lík á borðstofuborðinu."
Hér er strax komið eitthvað sem lesandinn vill hugsanlega vita meira um. Svona hook. Afhverju er pandabjörn í ísskápnum hans Jónasar? Hver setti hálft lík á borðstofuborðið hans Jóa? Var það kannski sami maðurinn að verki?
Já, já, ég veit vel að á viktoríutímanum byrjaði bókin aldrei fyrr en eftir 50 blaðsíður - "Heart of darkenss" & "Frankentein" svo ég taki dæmi. En það var fallið frá því eftir stutta stund. "Dracula" eftir Bram Stoker til dæmis rennur af stað strax í fyrsta kafla. Og nú?
Já, það verður að vera kynning á persónum, segja sumir. "Lúin bein" sem ég mynntist á hér áðan líður fyrir kynningu á persónum. Ég hefði byrjað á þessum vofeiflega sköflungi í myrkviðum Reykjavíkur. Það hljómaði töff. Jafet aðalpersóna hinsvegar, er draugleiðinlegur. Við hefðum geta kynnst honum þegar hann var að eltast við þetta bein.
Eiginlega er besta dæmið um þróun skáldsagna glæpasagan: fyrir 150 árum nægð eitt morð. Það var einmitt alltaf framið í upphafi, - rétt á eftir einum kafla sem var svona inngangur, en það var týska þá - og svo gekk afgangurinn af sögunni út á að finna hver drap líkið. Hér eru Morðin á líkhúsgötu, ef einhver vill skoða þetta. Hún byrjar með löngum inngangi, svo er morð, svo finna þeir morðingjann. Að vísu er þetta lang-súrasta glæpasaga tímabilsins, sem veldur því að hún er líka sú þekktasta. Það er stuttur inngangur, svo morð.
Þetta gekk alveg þar til Agötu Christie datt í hug að fjölga morðunum úr 1-2 í svona 5 að jafnaði. Ég held að það hafi náð hámarki í "10 negrastrákum". Sem fjallaði ekki um morð á tíu negrum, merkilegt nokk. Þessi fjölgun á morðum var tekin upp af fleyrum, og fyrir þá sem ekki nenna að lesa þá er búið að kvikmynda margt eftir Raymond Chandler og fleyri. Það er nefnilega miklu meira fútt í að vera einkaspæjari ef maður fær að rannsaka afkastamikinn morðingja, og er kannski þröngvað útaf veginum öðru hvoru.
Þegar morðin eru orðin svona mörg, þá er ekkert mál að rúlla út eins og 150 blaðsíðum. Eitt morð á kafla ætti að viðhalda áhuga. Og ef það eru engir kaflar... Maður byrjar bara samt á líki: Rude Awakening & Weekender. Það eru miklu fleyri lík í "Weekender".
Maður byrjar nefnilega bara á líkinu. Eða partinum þar sem einhver breytist í lík. Þetta verður bara að gerast á fyrstu 5 blaðsíðunum. Helst í fyrstu málsgrein. Eða fyrsta orði.
Mmmm.... bók sem byrar á: "Lík". Flott. Ætti að seljast vel.
Venjuleg bók nú til dags er 300 síður. Aldrei hef ég nennt að skrifa meira en 150. Ég á eina á harða diskinum sem er 160. Fullt af líkum, að sjálfsögðu. Yfir 20, ef ég man rétt. Lík úti á götu, lík inni á bar; lík í næstu íbúð, lík týnd Guð veit hvar... Bílum þröngvað út af veginum hægri vinstri, samsæri og læti.
Maður þarf ekki að vera neinn Laxness, held ég. Bara að hafa það einfalt, skiljanlegt; en ekki tyrfið og ljóðrænt. Já, og fleyri dauðsföll en trúverðugt getur talist. Það eru örugglega allir leiðir á raunsæi hvort eð er. Svo ef þú getur ekki skrifað bestu glæpasöguna, þá geturðu reynt að skrifa þá skrýtnustu.
Fulla af stuttum setningum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli