þriðjudagur, október 30, 2007

Dagur 250 ár 4 (dagur 1334, færzla nr. 605):

Engin hefur hringt í mig til að fá að drekka te og borða kex. Það eru 4 mögulegar ástæður, frá þeirri líklegustu að þeirri ólíklegustu:
1: Engin sem gæti haft áhuga á slíku les bloggið. Við því er ekkert að gera.
2: Almennt er enginn áhugi fyrir hendi.
3: Ég býð ekki nóg. Hvað meira? Vilja þær að ég nuddi á sér bakið? Kveiki á kertum? Bjóði vín og osta? Get gert það.
4: þær sem eru ekki í felum undir rúmi síðan seinast eru á leið uppá Klepp núna, eftir að hafa fengið tilboð um vín, osta og baknudd við kertaljós frá mér.

***

Ég fann ekkert skaðlegt í MBL. Að hluta því ég nennti ekki að lesa það allt, og að hluta því ég er ekki málfræðingur. Að vísu er smá aðferð sem ég hef notað, og hún er sú að tékka á fréttum tengdum ríkinu á einhvern hátt, eða umferðinni. Það er uppspretta mestrar vitleysu, hef ég komist að.

Hey! Les kannski yfir vefsíðu samfylkingarinnar á morgun! Það er fasískur flokkur, sem hlýtur þar af leiðandi að vera uppfullur af merkingarlausum frösum og illa ígrunduðum setningum. Geri það. Snilld. Hef ekki tíma núna.

***

Samkvæmt skýrzlum sem gerðar voru eftir bardaga í seinni heimstyrrjöldinni, þá hleypa ekkert allir af byssum sínum í skotbardaga. Reyndar er það að jafnaði bara helmingurinn sem á það til. Og það versnar, því af þeim sem þó skjóta a.m.k einusinni, þá skjóta 30% í áttina að andstæðingunum. Hvert eru hinir að skjóta?

Já. Með það í huga langar mig bara ekkert að koma nálægt neinum hernaði.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli