Dagur 231 ár 4 (dagur 1316, færzla nr. 596):
Í gær voru pólitíkusar að rembast við að segja sama hlutinn aftur og aftur í marga klukkutíma. Svo komu rónar.
En rekjum ástæður þess:
Sjálfstæðismenn mynduðu borgarstjórnarmeirihluta með framsókn, og skelltu sem borgarstjóra Volgabjórs Villa, manni sem enginn hafði séð áður og ekkert var vitað um. Kom á daginn að hann var mesti auli, eins og verk hans sýna:
Það kviknaði í Pravda, og þá mætti hann á svæðið, fékk lánaða brunamannahúfu, og tilkynnti að staðurinn yrði endurreistur í sinni upprunalegu mynd til að varðveita götumyndina, og traðkaði þar með á eignarrétti þeirra sem áttu húsið og lóðina undir því, sem ku vera dýrasta land Reykjavíkur.
Snilld. Og hvað var svo hægrisinnað við það: ekkert. Þetta var fasískt plott til að viðhalda fortíðinni uppá lúkkið.
Hann fældi stofnun sem rak nokkra spilakassa úr húsnæði sínu, með afar klaufalegum hætti, og hugsanlega tapaði borgin nokkrar millur á því. Sem er auðvitað mjög frjálshyggjulegt. Er þessi náungi í réttum flokki?
Hann ákvað það að ekki mætti selja kaldan bjór í ákveðinni verzlun niðri í miðbæ. Hver hélt hann eiginlega að hann væri? Salazar? Franco?
Ég hef enga samúð með þessum pésa. Mér finnst gott á hann að hann hafi verið notaður sem leppur fyrir hvaað plott sem þetta nú eiginlega var þarna með orkuveituna. Sem er afar tortyggilegt dæmi út af fyrir sig: því ef það má bara einkavæða orkuveituna, sem er á einu grunn-kerfi, þá má alveg eins einkavæða vegakerfið.
Að lokum mun þá ríkið vera svona batterí sem tekur bara við peningum til að senda ríkisbubba í veizlur hjá öryggisráðinu, á meðan einkaaðilar reka allt annað með misjöfnum árangri, á kostnað þeirra sem nota þjónustuna. Sem var reyndar plottið í Robocop.
En hvað um það; það komst upp um þetta svindl hjá þeim, og allt fór í háaloft. Það jók á vesenið tvöfalt aðborgarstjórinn var álitinn brandari fyrir fyrri frægðarverk, með sérstakri áherzlu á bjórmálið, enda bjór sérlegt áhugamál innfæddra.
Auðvitað tók þessi Björn Ingi þátt í öllu saman, og mun halda áfram að makka svipaða hluti í nýju stjórninni. Ekki ætla ég að ímynda mér annað. En hann hefur séð sér leik á borði og fjarlægt sig frá umræðunni um svindlið, sem, nota bene, hann stóð sjálfur fyrir, með því að gefa fjölmiðlum eitthvað annað að tala um.
Og nú er Borg Óttans aftur komin með R-listann, sem er liðið sem færði okkur 2 borgarstjóra sem borgarar kusu ekki; Línu net, sem er sambærilegt svindl og þetta REI dæmi; skólpgjald til að eiga fyrir Línu Neti og alls kyns annarri fjármálaóreiðu, og lóðum sem er úthlutað til einkavina, en kosta annars meira en komplett húsnæði í borginni, vegna þess að skattféð fer í svartholið en ekki í grunnlífkerfi borgarinnar eins og það á að gera. Og sjálfstæðisflokkurinn mun ekkert hætta með það, enda eru það líka glæpasamtök, þó þau séu meinlausari. Svona svipað og flensa er meinlausari en kólera.
Villi Volgibjór er ekki að genereita neina samúð.
Þeir hefðu átt að nota Gísla Martein. Gamla fólkið fílar Gísla Martein.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli