laugardagur, október 13, 2007

Dagur 232 ár 4 (dagur 1317, færzla nr. 597):

Og um leið og nýji kallinn tekur við, þá tilkynnir hann okkur að hann hyggist breyta Reykjavík, úr einhverjum sem hún er ekki, í... eitthvað sem er jafnvel verra en hún er.

Dagur B, er hann kallaður. Fyrir hvað stendir Béið? Bylur? Bið? Bið í Byl eftir Bíl?

Sko, RKV er engin bílaborg, það vita atvinnuökumenn betur en aðrir. Það er ekkert reiknað með að bílar aki eftir þessum vegum sem lyggja um allt. Það er ekkert reiknað með umferð fólks á bílum. Það virðist reyndar ekkert reiknað með fólki almennt.

Hvað meina ég?

Jú: hver er sagan á bakvið allar þessar umferðareyjar? Og þessi hringtorg? Þetta dót er allt fyrir. Hvað á það að þýða að hafa þau svo há að þau byrgja útsýn ökumanna? Eiga þeir að vera skyggnir? Sem færir mig að öðru: afhverju eru göturnar svona illa merktar? Þær eru merktar fyrir fótgangendur oftast, en stundum einungis fyrir fólk sem býr í sjálfri götunni og vill vita hvað hún heitir.

Og afhverju þurfa að vera 200 umferðarljós á umferðarbrúnum? Var í alvöru ekki hægt að setja upp lykkjur? Það var nóg pláss. Og jafnvel án þeirra er samt 20 ljósum ofaukið. 3 í hverri beygju. Af hverju? Hlýtur að vera eitthvað makk í gangi, framleiðendur ljósanna hljóta að borga þeim extra fyrir hvert ljós.

Og hraðbrautirnar... ja hérna. Af hverju í helv. eru hraðbrautir (í fleirtölu) þvers og kruss um borgina? Hvað á það að þýða? Engin önnur borg sem ég veit um hefur svona. Engin. Vegna þess að allar aðrar borgir eru skipulagðar, og hraðbrautir eiga bara ekkert heima á þeim skipulögum.

Það er mjög áhugavert að á sama tíma og það er flott hraðbraut frá Mosó til Gróttu, þá liggur mjór vegur, líkur Framnesveginum, alla leið til Akureyrar, og eftir þeim vegi aka milljón trukkar, dráttarvélar og venjulegir fólksbílar. Og þessi vegur liggur um hvert einasta krummaskuð á landinu á leiðinni, bara til að sóa bensíni landans.

Ég myndi hoppa af gleði ef RKV breyttist í Ameríska bílaborg. Með breiðum vegum, almennilegum merkingum, minni umferð... reyndar myndi umferðin bara virðast minni því hún væri dreyfðari. Hún væri hugsanlega meiri.

En nei, þessi pési vill fleiri og erfiðari teppur. Hann vill þéttara mengunarský á vissum stöðum en nú er, og vinnutap.

Þetta er svosem ekkert nýtt.

Á meðan er byrjuð gífurleg rányrkja lögreglu. Þeir eru farnir að setja upp myndavélar til að geta sektað alla ökumenn sem fara um vissar götur. Næst ákveða þeir örugglega -ég yrði ekki hissa- að lækka hámarkshraðann til að geta svikið út meira fé. Það dæmi snýst ekkert um umferðaröryggi, eins og þeir halda fram án þess að blikna (enda þaulæfðir lygarar), heldur snýst málið um pening.

Málið er nefnilega að þessi "gífurlegi hraði" sem þeir tala um er ekkert það gífurlegur. Þetta er normal-hegðun sem þeir vilja stemma stigu við, sem mun ekker tminnka, sem þýðir náttúrlega stöðugt fjárstreymi í kassann. Sem þarf ef þeir ætla að ná takmarkinu sínu: 10 löggur á hvern íbúa.

Ég er að segja að ef þeim væri alvara með allt þetta umferðaröruggi sem þeir eru að prumpa útum munnirnn á sér um, þá hefðu þeir byrjað á vegakerfinu, sem er til háborinnar skammar. En, eins og ég sagði, snýst þetta ekkert um öryggi, jafnvel þvert á móti, eins og vegakerfið virðist sanna.

Fasisminn lifir. Allir í svarta stakka og út á götu að lemja fólk sem er öðruvísi, NÚNA!

Hvað gera þeir ef svo ólíklega vildi til að allir færu að fara að lögum? Gera gagnkynhneigð að sektanlegu athæfi? Setja upp myndavélar allstaðar til að fylgjast með og sekta alla sem verða uppvísir að gagnkynhneigð?

Svei!

Ef þið rekist á svona myndavél, endilega skemmið hana. Spreyið með svörtu lakki á linsuna. Það fattast ekki strax, og er auðvelt að endurtaka eftir viðgerðir. Eða skemmið hana á einhvern listrænni hátt, takið mynd af því til sönnunar, og sendið mér myndina í ímeili. Ekki standa við hliðina á listaverkinu, takk. Ég skelli henni hérna upp.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli