Dagur 235 ár 4 (dagur 1319, færzla nr. 598):
Vasaljósið hennar Yoko minnir mig svolítið á ID4... Hver er eiginlega hugmyndin? Á að summona Jón Lennon? Mig grunar að hann gæti svosem alveg vitrast einhverjum, ennþá rammskakkur síðan seinast.
En hvað um það...
***
Kvikmynd kvöldsins: Le Voyage Dans La Lune, síðan 1902.
Þetta myndi vera ein elsta "tæknibrellukvikmynd" sem til er. Reyndar er öll kvikmyndin meira feik en, ja, flest annað sem maður sér. Ekkert tölvugert samt.
Nú, plottið er á þá leið að nokkrir töframenn... uhm... vísindamenn með oddmjóa hatta smíða sér geimbyssu og skjóta sér til tunglsins, þar sem þeir hitta fullt af geimverum, og lemja þær til óbóta. Að sjálfsögðu.
Ég er alveg viss um að þetta er afar háðsk mynd sem fjallar undir niðri um meðferð vestrænna manna á nýlendubúum og allt það, en þetta er líka mjög skemmtileg Sci-fi ræma sem ætti að höfða til allra sem horfa á Star Trek fyrir annað en pseudo-fasísku útópíuna sem þar er lýst. Eða Star Wars.
Allavegana; fullt af sprengingum og aksjón, stærsta byssa ever, og... menn með hatta.
Njótið vel.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli