fimmtudagur, september 02, 2004

Dagur 183:

Blogg númer 111. Sem er mjög góð tala. Miklu betri en td. 254, eða 769, eða 496.

Las einhversstaðar fyrir löngu að grillkokkar séu í meiri hættu á að fá lungnakrabba, og þeir sem borða grillaða hluti geti fengið magakrabba.

Hægur bruni. Það er málið. Eiturefni verða frekar til við hægan bruna. það er sama hvað er brennt, ef það er brennt við lágan hita verða til 10X fleiri eiturefni en við hærri hita. Við hraðan bruna verður til óson, en það er mjög hæpið að slíkt gerist á grillinu heima. Grilleldur er ekki nógu heitur. Það þarf að vera um það bil 1000 gráðu hiti til að búa til óson. Það vill enginn kótelettur sem hafa verið grillaðar við 1000°C. Það heitir kol.

Bílvélar eru stilltar, viljandi, as per regulation, til að búa til eins mikið af baneitruðum efnum og hægt er. Baneitur er nefnilega bæði slæmt fyrir gróðurinn, og lungun. Svo er hvarfakútur á þessu öllu núorðið. Það kemur möndlulykt úr útblæstrinum þessvegna. Veit ekki af hverju, en það virkar ekki rétt, einhvernvegin.

Við gætum verið að dæla út koltvísýringi, sem fengi grasið og tréin til að vaxa, en nei, við fáum eitthvert eiturefni sem lyktar af möndlum!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli