mánudagur, september 20, 2004

Dagur 201:

Fikt fikt fikt.

Hvað í helvítinu er með þetta MSN? Botna ekkert í því. Sænaði mig inn á það um daginn af rælni, í fyrsta sinn, og hvað gerist eftir ekki eina sekúndu?

Fullt af fólki birtist sem kontaktar! Veit ekki af hverju.

Og, hvernig stendur á því, að þegar umferðin eykst á götunum, þá bregst bærinn við með því að mjókka göturnar, eða á annan hátt gera þær ógreiðfærari? Ef Boggi er þarna að lesa, þá átt þú, sem sálfræðimenntaður maður, að kanna hvort í gatnagerð RKV séu í raun heimskari menn en annarsstaðar á landinu, sem er mín kenning. Og af hverju er það svo?

Það þarf að komast að þessu. Maður veit ekki nema það séu til pillur við þessu.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli