laugardagur, september 18, 2004

Dagur 199:

Var að hugsa, eins og venjulega.

Ef maður á bíl, sem maður fékk á 100.000 kall, og er að baorga af þessu 50.000 á ári í vigerðir, það sama í tryggingar, og svo eyðir þetta 10-15 á hundraðið, hve dýrt er það?

Það væri að gera 200.000 á árinu sem bíllin er keyptur, +bensín, sem er 10-15k á mánuði, eða 120-180k á ári, eða samanlagt 320-380K. Eftir það er það 220-280K, því þá er búið að kaupa bílinn.

Ef hins vegar keyptur er nýr bíll. Gefum okkur að um sé að ræða ódýrustu týpu. Á lánum er það 20K á mánuði, +bensín og tryggingar.

Gefum okkur að sá bíll eyði 7-8 á hundraðið, eða 84-96K á ári.

Að reka þann bíl kostar því 374-386K á ári, á hverju ári.

Eftir 5 ár, er sá sem keypti nýjan bíl sem bilar aldrei því búinn að eyða 1.900K, en hinn, 1.350k

Fyrir muninn er hægt að reka notaða bílinn í 2 ár.

Gaman að hugsa til þess.




Engin ummæli:

Skrifa ummæli