laugardagur, september 11, 2004

Dagur 192:

11 september. Ah. Merkur dagur í sögunni. Dagurinn þegar kaninn fékk afsökun til að nota talibana í skotæfingar.

Merkileg tilviljun, (eða hvað?) núna um daginn voru Rússar einmitt að fá afsökun til að stunda skotæfingar á þjóð á svipuðum slóðum. Ekki það að þeir hafi mikið þurft afsökun. Rússar hafa aldrei verið miklir PR menn. Maður þarf ekki að vera dipló ef maður á sprengjuna, og hefur fullt af liði sem manni er alveg sama um.

Það hefur annars fátt gerst í vikunni. Eða þannig. Gerðist kannski margt? Lát oss sjá...

Náði í kerru, og flutti alskyns drasl, talaði við athyglisverða manneskju til lengri tíma -bara af því að það var hægt-, setti upp rafmagn í Fjölblendi - eða var það í síðustu viku? Hmm... svo náði ég í þennan jeppa og lét setja í hann rafgeymi.

Hmm. Hamagangur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli