Dagur 194:
Helgin var... öðruvísi. Fór alla leið til Ólafsfjarðar og til baka. "88 módel Range Rover eyðir 12 á hundraðið á langkeyrzlu, by the way.
Þett var ekki mín hugmynd, heldur ákváðu foreldrar mínir það að gaman væri að láta bílinn bila undan sér eitthverstaðar uppi á heiði. Svo hringdu þau í mig, og ég náði í þau.
Það var andskotanum dimmara þarna fyrir norðan. Ók yfir fugl sem var að skokka á veginum. Sá tvo menn draga dauðan hest uppúr skurði. Ók frammá hóp hestamanna í myrkrinu.
Allt styður þá kenningu mína að hestamenn séu vitlausari en annað fólk. Það er eitthvað stórlega að þessu liði. Það getur ekki verið í lagi með fólk sem finnst virkilega gaman að moka flór.
Svo var þetta pakk þarna í myrkrinu, í dökkum fötum, sitjandi á dökkum hestum, algerlega ljóslaust og án endurskyns... ÚTI Á MIÐJUM VEGI! eins og fífl.
Ég verð ekkert undrandi ef það verður keyrt yfir þetta lið.
Hitti svo ömmu. Það verður að hitta hana. Það er ekki hægt að keyra alla leið norður, og hitta hana svo ekki.
Jæja.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli