föstudagur, september 17, 2004

Dagur 198:

Bjórkvöld í gær. Sem olli því að ég vaknaði jafnvel fyrr en venjulega, og finnst mér þó nóg um. Hegðaði mér... já, ætli við látum þá lýsingu ekki bara nægja?

Ég dansaði amk ekki uppi á borðum. Sem er mjög gott. Prófaði litháenskan bjór. Hann bragðaðist mikið öðruvísi. Ekki ósvipað og sínalcó...

Og nú lykta ég hörmulega. Ég fæ klígju af þessu. Þessi lykt sem kemur, og festist í mér, og fer ekkert fyrr en eftir langa mæðu. Og ég á enga sök þar á. Ég reyki ekki.

Hefði sennilega mátt við því að drekka aðeins minna. Ég finn það á mér.

--

Einhver Eiríkur bauð öl á línuna. Það var mjög höfðinglegt af honum. Að vísu á það hlut í líðan minni áðan - þangað til ég ældi... Sem er ekki æskilegt. En samt er það æskilegt, því mér leið talsvert betur á eftir. En slæmt, því þar fór morgunmaturinn, og mér finnst einhvernvegin að ég fái ekki nóg út úr matnum þegar hann fer út aftur á þennan hátt.

Og svo brosir fólk til mín. Hvað sagði ég eiginlega?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli